Sumarvertíðin að hefjast

cornerkickVið stelpurnar í Presto spiluðum æfingaleik í kvöld gegn liði sem spilar í deildinni í fyrsta sinn í sumar. Þær voru sambland af virkilega góðum spænskumælandi stelpum (líklegast frá Mið- eða Suður-Ameríku) og svo stelpum sem kunnu eiginlega ekki reglurnar. Þær voru virkilega grófar og það tók okkur smá tíma að berja bara á móti. Við spiluðum býsna vel saman og unnum leikinn 5-0. Ég skoraði ekkert markanna og þetta er í fyrsta skipti sem við skorum fimm mörk án þess að neitt þeirra sé mitt. Ég spilaði reyndar vel, átti góðar hornspyrnur (ein þeirra leiddi til marks) en átti erfitt með að hitta markið. En hey, það skiptir ekki hver skorar mörkin svo framarlega sem við spilum vel og vinnum leikinni. That's my story and I'm sticking to it.

forwardsSet inn mynd sem Akimi tók af mér þar sem ég er að taka hornspyrnu. Og nei, ég er ekki svo feit að maginn lafi yfir buxnastrenginn. Nýju treyjurnar okkar eru bara fremur stórar svo ég girti niður í buxurnar og togaði treyjuna svo til baka. Það er þægilegt að spila þannig en myndast ekki vel. 

Set líka inn mynd af Akimi, Benitu og mér með númerin okkar öll í röð. Þegar Akimi sá að við Benita vorum númer 12 og 13 þá valdi hún treyju númer 11. Við erum flottar svona. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greinilega góð hornspyrna hjá þér, og til lukku með þetta, en heldur þykir mér það klént að skora ekki mark. Ég skoraði alltaf mörk með Dalvíkingum og varð meira að segja Íslandsmeistari í 4X100 á Akureyri, Stína mín.

Piff!

Þorsteinn Briem, 23.4.2008 kl. 14:22

2 identicon

Ekki spurning um að vinna, heldur að vera með.... ekki spurning um hver skori mörkin heldur að vinna leikinn... þú hefur staðið þig glæsilega. Skemmtilegar myndir.

Gleðilegt sumar, elsku Kristín. Takk fyrir skemmtileg kynni á sl. vetri og hafðu það sem yndislegast! 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband