Stjarna Trudeau skín enn á hinum kanadíska himni
26.4.2008 | 23:30
Ţađ er alltaf sama stuđiđ í Montreal - fransmennirnir eru einfaldlega blóđheitari en afkomendur Bretanna.
Fyrir nokkrum dögum varđ allt vitlaust í óeirđum vegna sigurs Montreal Canadiens á Boston Bruins í hokkíinu og til ađ fagna sigri voru bílar brenndir og eyđilagđir. Ţrisvar sinnum í sögu Kanada hefur veriđ skotiđ á nemendur í skóla - í öll skiptin gerđist ţađ í Quebec, og FLQ máliđ er einstakt í sögu landsins.
En hvernig stendur á ţví ađ veriđ er ađ ráđast gegn minningu Trudeau núna? Ţađ eru engar kosningar í nánd svo ég viti til, nema Quebec sé ađ fara ađ kjósa í sveitastjórnarkosningum. Ekkert hefur gerst í landsmálunum sem útskýrir ţetta; flokkur Trudeau er ekki einu sinni viđ völd. Kannski Justin sonur hans hafi gert eitthvađ ađ sér. Hann er ađ reyna ađ feta í fótspor föđur síns.
Ţađ er annars merkilegt ađ skođa stöđu Trudeau hér í Kanada. Hann var á sínum tíma bćđi elskađur og hatađur en í minningunni er hiđ jákvćđara heldur sterkara. Flestir eru sammála um ađ landiđ hafi aldrei átt annan eins stjórnmálamann.
Fyrir nokkrum árum keypti ég kanadísku útgáfuna af Trivial Pursuit og ţađ sem mér fannst merkilegast var hversu margar spurningar voru um Trudeau. Einu sinni spiluđum viđ Tim leik ţar sem viđ höfđum ímyndađan ţriđja leikmann sem mátti ađeins svara međ fyrirfram ákveđnum svörum. Í spurningaflokknum um fólk og sögu var svariđ alltaf Trudeau. Í íţróttaspurningunum skiptust á Wayne Gretsky og Maurice Richard (tvćr hokkístjörnur) og í landafrćđi var svariđ Kanada ef spurningin var jákvćđ, en ef spurningin var neikvćđ ţá var svariđ hinn kosturinn sem bođiđ var uppá. Hinn takmarkađi ţriđji spilari vann ekki spiliđ en fékk ţó ađ minnsta kosti tvćr kökur. Tel ég ţađ nokkuđ gott.
Skemmdir unnar á grafreit Trudeau | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.