Trevor Linden og snertur af ólympíufílingnum

Ég vissi að ég ætti eftir að færast nær stjörnunum við það að fara að vinna fyrir Ólympíunefndina. Í dag fór ég á minn fyrsta hádegisverðarfund (þótt ég eigi ekki að byrja að vinna fyrr en eftir mánuð) með yfirmönnum mínum og við hittumst á fínum veitingastað hérna í hverfinu mínu, The Province. Og hver kemur og sest við næsta borð annar en elskaðasti hokkíleikari Vancouverborgar, Trevor Linden. Vá, ég vissi að hann var myndarlegur karlmaður en að sjá hann svona í eigin persónu í þriggja metra fjarlægð...! Flott klæddur líka. Flottur í alla staði. Mauree og Sally, yfirmenn mínir, föttuðu ekkert hver hann var en ég sagði þeim það eftir að Trevor var farinn. Maureen uppgötvaði að hún hefði setið beint á móti Linden og ekki haft hugmynd um það. Ég þakkaði hins vegar mínum sæla fyrir að hafa ekki setið í sæti Maureen því ef ég hefði haft Trevor Linden fyrir framan mig heilan málsverð þá efast ég um að ég hefði heyrt neitt af því sem yfirmenn mínir hefðu sagt. Ég hefði bara setið og starað. En í staðinn þurfti ég að snúa höfði aðeins itl að sjá hann og ég vildi ekki gera manngreyið vandræðalegt með því að stara.

Fundurinn var annars frábær. Báðar þessar konur hafa komið að nokkrum Ólympíuleikum nú þegar og höfðu frá mörgu að segja. Sally hefur m.a. verið dómari í skautaíþróttunum. Sem listskautamanneskja finnst henni auðvitað hokkí vera tímasóun á svelli en viðurkenndi þó að þeir væru alveg ótrúlega fallegir sumir þessir strákar. Hehe, og hún hefur komið í búningsklefa landsliðsmannanna þar sem hún hefur líka haft þá stöðu að vera yfir öllum kanadísku íþróttamönnunum á leikunum í Salt Lake City.

Þær sögðu mér að daginn fyrir opnunarathöfnina yrði generalprufa og þar fengju allir starfsmenn og allir sjálfboðaliðarnir að taka þátt en svo á sjálfri athöfninni þá yrði ég líka að vera á staðnum því það verður mitt fólk sem þarf að vera til staðar þar sem öll mikilmennin, kóngarnir og forsetarnir, sitja. 

Ég er strax farin að hlakka til.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gangi þér vel.  Þú heldur bara íslenska kúlinu innan um aðalinn og stjörnurnar

Sigrún Jónsdóttir, 3.5.2008 kl. 00:02

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Já, læt Íslendinginn í mér ráða ferðinni. Stóð mig alla vega vel í dag að stökkva ekki á Trevor!!!

Kristín M. Jóhannsdóttir, 3.5.2008 kl. 00:18

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þú átt eftir að vera flott í þessu starfi.   Engin spurning.  

Marinó Már Marinósson, 3.5.2008 kl. 01:23

4 Smámynd: Mummi Guð

Ég er líka farinn að hlakka til Ólympíuleikanna og ég fæ bara að sjá þá í sjónvarpinu!

Mummi Guð, 3.5.2008 kl. 08:48

5 identicon

Eg thori ad sveia mer uppa thad ad eftir tvo ar hja Vanoc verdurdu buin ad missa allan ahuga a ad sja storstjornurnar svokolludu...thetta er eftir allt saman bara venjulegt folk sem er duglegt i einhverju sem haegt er ad fa mikla peninga og athygli uta. Tha liturdu til baka og hugsar: ottadist eg virkilega einusinni ad hadegsiverdarfundur faeri forgordum hja mer ef eg saeti auglitis til auglitis vid gauk eins og Trevor Linden? Tha hlaerdu ad vitleysunni i ther og heldur svo vonandi bara markvisst afram a thinni braut og gefur ollu odru langt nef...

Rut (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 11:53

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Það á eftir að koma í ljós Rut. Ég stórefa að ég venjist því að sjá fallega hokkíleikara!

Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.5.2008 kl. 04:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband