Skíði, hokkí og Sprengjuhöllin
4.5.2008 | 15:01
Veðrið er dásamlegt á Stórvancouversvæðinu og við Lína ætlum að skella okkur til Whistler. Þar á að vera sól og hiti líka þannig að búast má við blautari snjó en verið hefur undanfarið en það ætti að vera allt í lagi. Aðalatriðið er að fara á skíði og skemmta sér.
Í gær slógu fantarnir í Philadelphia Flyers síðasta kanadíska liðið, Montreal, úr Stanleybikarkeppninni. Það er því ljóst að það verður ekki kanadískt lið sem hampar titlinum í ár (frekar en undanfarin ár). Og ég hafði rangt fyrir mér um það hvaða lið myndu spila til úrslita. Ég sagði að það yrðu Montreal og San Jose. Nú er Montreal úti í kuldanum og San Jose verður að vinna Dallas í kvöld bara til að halda sér í baráttunni. Ég virðist því ekki mjög sannspá. Ég mun annars missa af megninu af leiknum þar sem við verðum ábyggilega að keyra niður frá Wistler á þeim tíma. Ég treysti á að Mark hringi í mig eftir hvert mark sem skorað er (...hmmm....Mark hringir eftir hvert mark...hljómar undarlega) og láti mig vita hvernig gengur. Við viljum endilega fá sjöunda leikinn í þessari seríu.
Ég las annars í gær að Sprengjuhöllin væri að koma hingað til Vancouver og yrði með tónleika sem hluta af NewMusicWest tónlistarhátíðinni. Ég hef eiginlega aldrei hlustað á þá...eru þeir þess virði að fara og hlusta? Hvað segið þið?
Athugasemdir
Ég hef gaman af Sprengjuhöllinni og væri alveg til í að fara á tónleika með þeim. Ég myndi telja að það sé skyldumæting hjá þér.
Mummi Guð, 4.5.2008 kl. 15:34
Sprengihöllin spilaði á Ingólfstorgi þann 1. maí. Mér fannst þeir virkilega góðir, en tek það fram að ég er ekki neinn sérfræðingur í þessum efnum frekar en öðrum
Sigrún Jónsdóttir, 4.5.2008 kl. 22:32
Jahá. Ég þarf þá að gefa þessari Sprengjuhöll annað tækifæri. Heyrði aðeins útundan mér í þeim í þættinum á Stöð 2 í gær og fannst þeir ömurlegir en er alveg til í að gefa þeim annað sjens. En ég myndi samt ekki hika við að fara á tóleika með ísl. bandi erlendis ef ég væri í þannig aðstöðu. Færi meira að segja trúlega á tónleika með NýDönsk..
Góða skemmtun.
Anna Guðný , 5.5.2008 kl. 00:22
já ég mundi segja að þú ættir að skella þér, en mundu bara eftur að taka húmorinn með þér ;)
Þeir eru ágætir, og líka á stundum þrælgóðir
Hrabba (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 12:39
Það virðist sem ég þurfi að tékka á þessari Sprengjuhöll fyrst þið mælið öll með því. Bjarni, ég skila því.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 5.5.2008 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.