Hvaðan koma nafn og litur?

Er þetta 24-dæmi einhvers konar keðja? Ég spyr bara vegna þess að hér í Vancouver er gefið út ókeypis dagblað sem heitir 24 of er einmitt í þessum appelsínugula lit. Annað hvort hlýtur því að vera um einhvers konar 24-batterí að dæma eða þá að útgefendur 24 stunda hafa nappað nafni og útliti. Er þetta kannski eins og Séð og heyrt dæmið var á sínum tíma? Ég man að þá lék einhver spurning á því hvort leyfi var til staðar fyrir því að nota nafn og útlit Se og hør. Nei, ég er bara svona að velta þessu fyrir mér á þriðjudagsmorgni.
mbl.is Lestur á 24 stundum heldur áfram að aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ekki er alltaf gott að Íslendingar sé útum allan heim!
Þú verður að láta blaðið 24 of vita af þessu, þá sjáum við hvað gerist!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.5.2008 kl. 16:57

2 Smámynd: Vilborg Anna Garðarsdóttir

Já ég var nú í Danaveldi fyrir stuttu og þá rak ég augun í dagblaðið 24 timer...

þetta fer að verða frekar dularfullt mál hehe

Vilborg Anna Garðarsdóttir, 6.5.2008 kl. 17:08

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Fyrir utan þetta þá höfum við ágætis orð yfir 24 klukkustundir í íslensku, sem er sólarhringur, enda kalla ég þetta alltaf Sólarhringsblaðið. - Þetta er hins vegar ágætis blað og því hefur vaxið fiskur um hrygg á þessum 3 árum.  

Haraldur Bjarnason, 6.5.2008 kl. 17:54

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einn af fréttastjórum 24ra stunda, Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, sem er frá Hólmavík og var í MA, verður ritstjóri blaðsins í byrjun næsta mánaðar. Og núverandi ritstjóri 24ra stunda, Óli Stef, sem á ættir að rekja til Sökku í Svarfaðardal, verður hins vegar ritstjóri Moggans í stað Styrmis, en sá fyrrnefndi er fylgjandi því að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Þorsteinn Briem, 6.5.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband