Bætti tímann minn - jey!!!

Lifði klifrið af og var nógu hress til að hlaupa 10 kílómetra í Skógarhlaupinu í morgun. Bætti mig um rúmar fjórar mínútur - hljóp á 55,08 og er bara ákaflega stolt af því. Reyndar alveg ótrúlegt hversu erfitt það er að bæta sig um fjórar mínútur. Síðast skokkaði ég fyrsta helminginn rólega og hljóp ekki nema síðustu þrjá kílómetrana, en núna hljóp ég þetta frá byrjun, var á öndinni allan tímann, og sneið bara fjórar mínútur af. Fuss og svei.

Annars er þetta undarlegt með íþróttir. Ég man á skíðunum í gamla daga að maður gat hreinlega séð hver myndi ná góðum tíma og hver ekki, og kannski var bara sekúndumunur á fólki. Stundum skildi hundraðasti úr sekúndu fólkið að en það gat maður svo sem ekki séð. Auðvitað tók bara um mínútu að skíða niður lengstu brekkurnar þannig að það er svo sem ekki skrítið að lítið skildi að.

En nú ætla ég í heitt og gott bað og svo ætla ég að skríða upp í kojs aftur í einn eða tvo klukkutíma því afgangurinn af deginum er  vel skipulagður! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband