Hvers konar húsnæði getur maður keypt fyrir 60 millur?

Hvers konar húsnæði getur maður keypt sér fyrir um 60 milljónir króna? Þetta er spurning sem blaðamaður Vancouver Province spyr sig í dag.

Í Vancouver er hægt að kaupa 157 fermetra, þriggja herbergja íbúð í þríbýli í Kitsilano fyrir þennan pening.  

Í Calgary er hægt að kaupa þriggja ára gamalt fjögurra herbergja hús með tveim baðherbergjum og eldhúsi með eldhúsbekkjum úr graníti.

Í Ottawa er hægt að kaupa sexherbergja hús með þremur baðherbergjum.

Í Halifax er hægt að kaupa 355 fermetra hús með fjórum svefnherbergjum, þremur og hálfu baðherbergi (hálfu?) og tíu hektara lóð. (Ég ætla að flytja til Halifax!!!!!)

Í New York er hægt að kaupa stúdíóíbúð í Manhattan.

Nú spyr ég ykkur: Hvers konar húsnæði getur maður keypt í Reykjavík fyrir 60 milljónir? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gamalt óuppgert hús í Laugaráshverfinu held ég, en ekki í stærri kantinum.  Svo skilst mér að það þurfi 20 - 40 millur í viðbót til að gera það íbúðarhæft fyrir þá kynslóð, sem þar kaupir núna.

Sigrún Jónsdóttir, 11.5.2008 kl. 22:53

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Annað hvort eru allir sammála þér Sigrún eða enginn annar nennir að svara spurningunni. Hvort skyldi það nú vera? En er íbúðaverð í Reykjavík virkilega orðið svona hátt? Vá.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 12.5.2008 kl. 17:31

3 identicon

Þú getur fengið fínt 250fm einbýlishús alla vega hérna í grafarvoginum fyrir heilar 60 milljónir. Fasteignaverð hefur vissulega rokið upp en það er hægt að gera margt fyrir 60 millur.

HHG (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 19:10

4 identicon

já já færð alveg fínt einbýlishús fyrir þennan pening EN annars mæli ég með könnun á mbl.is/fasteignir bara ;) ... alltaf gaman að skoða það :p

Hrabba (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband