Brad og Albert - nýjasta parið?
12.5.2008 | 17:40
Bíddu, mætti Albert prins í afmælið með Brad Pitt? Vissi ekki einu sinni að þeir þekktust. Hins vegar verður að skilja fréttina þannig því þar segir að Angelina Jolie hafi ekki mætti með Pitt í afmælið en það hafi Albert prins hins vegar gert. Kannski átti það eingöngu að vísa í að hafa mætt í afmælið, en þar sem forsetningarliðurinn 'með Pitt' er innan sagnliðarins þá er eingöngu hægt að skilja þetta þannig að Albert hafi mætt með Pitt í afmælið. Og hey, hver veit nema þeir hafi komið saman!
Ég vil annars benda á að á íslensku segir maður að fólk haldi upp á afmæli með vinum en ekki við vinum. Og fyrst ég er byrjuð þá get ég líka nefnt það að ekki þykir fallegt að hafa forsetningarliðinn um helgina tvisvar sinnum í fyrstu málsgrein.
Annars ætti ég ekkert að vera að kvarta. Enskan er farin að lita allt sem ég segi og skrifa.
Bono með afmælisboð í Mónakó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ást við fyrstu sýn. Ætli þeir hafi ekki setið sitt hvorum megin við sjálfa sig og haft herbergi sem snéri út að glugga?
Marinó Már Marinósson, 13.5.2008 kl. 11:27
Ég er nú engin sérfræðingur. En það kemur hvergi fram að þeir hafi komið saman í afmælið. En ég ætla rétt að vona að það hafi verið gaman. En nákvæmlega svona verða kjaftasögurnar til. Gaman að þessu.
"Angelina Jolie, sambýliskona Brad Pitt, mætti ekki í afmælið en það gerði hins vegar Albert prins."
Angelina (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 15:49
Angelina, þú verður að gera þér grein fyrir því að þegar maður bloggar um að frétt sé illa skrifuð þá hefur það oft þau áhrif að blaðamenn laga fréttina (Takk fyrir það blaðamenn). Ef þú hefðir lesið almennilega það sem ég skrifaði ættirðu að geta séð að fréttina var öðruvísi orðuð fyrst. Ég er ekki svo nöldurgjörn að ég nenni að eyða orðum í að misskilja eða búa til kjaftasögur.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 13.5.2008 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.