Dropar detta oní poll
15.5.2008 | 06:39
Þótt ég sé ekki mikill aðdáandi rigningar þá verð ég að segja að það er alveg yndislegt að fá sér göngutúr eftir vorrigningu. Gróðurlyktin magnast algjörlega og maður gengur hnusandi um, dregur andann eins djúpt og hægt er að lyktina þar með langt ofan í lungu. Og gróðurinn hér í Vancouver er alveg dásamlegur.
Ég fékk mér reyndar ekki langa göngu því ég er hálfhölt eftir að hafa teygt á náravöðva í fótboltanum í gær. En ég held ég hafi þó rölt um hverfið í sirka klukkutíma.
Dallas hélt sér í baráttunni um Stanley bikarinn með sigri á Detroit í kvöld. Staðan er því 3-1 fyrir Detroit og þeir taka þetta á heimavelli á laugardagskvöldið. Pittsburgh slátrar svo Philadelphiu á morgun.
Ég ætlaði annars að tala um American Idol eftir þáttinn í gærkvöldi, en dróg það of lengi. Nú veit ég hverjir fara í úrslitaþáttinn svo ég ákvað að segja ekki orð svo þið hin getið notið þess á mánudaginn. Annars hef ég lítið horft í vetur. Ég held reyndar að David Cook muni vinna þetta. Kommon, eins og þið hafið ekki vitað að hann kæmist í úrslitaþáttinn. Spurningin var alltaf hver færi með honum.
Og nú ætla ég ekki að hafa þetta lengra og taka mér frekar bók í hönd og fara svo að sofa. Ég er að lesa bók eftir einn höfunda Sex and the City og mér segir svo hugur að bókin sé ömurleg. Spurningin er bara hvort ég gefst upp eða hvort ég læt mig hafa það að lesa hana alla.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.