Dropar detta oní poll
15.5.2008 | 06:39
Ţótt ég sé ekki mikill ađdáandi rigningar ţá verđ ég ađ segja ađ ţađ er alveg yndislegt ađ fá sér göngutúr eftir vorrigningu. Gróđurlyktin magnast algjörlega og mađur gengur hnusandi um, dregur andann eins djúpt og hćgt er ađ lyktina ţar međ langt ofan í lungu. Og gróđurinn hér í Vancouver er alveg dásamlegur.
Ég fékk mér reyndar ekki langa göngu ţví ég er hálfhölt eftir ađ hafa teygt á náravöđva í fótboltanum í gćr. En ég held ég hafi ţó rölt um hverfiđ í sirka klukkutíma.
Dallas hélt sér í baráttunni um Stanley bikarinn međ sigri á Detroit í kvöld. Stađan er ţví 3-1 fyrir Detroit og ţeir taka ţetta á heimavelli á laugardagskvöldiđ. Pittsburgh slátrar svo Philadelphiu á morgun.
Ég ćtlađi annars ađ tala um American Idol eftir ţáttinn í gćrkvöldi, en dróg ţađ of lengi. Nú veit ég hverjir fara í úrslitaţáttinn svo ég ákvađ ađ segja ekki orđ svo ţiđ hin getiđ notiđ ţess á mánudaginn. Annars hef ég lítiđ horft í vetur. Ég held reyndar ađ David Cook muni vinna ţetta. Kommon, eins og ţiđ hafiđ ekki vitađ ađ hann kćmist í úrslitaţáttinn. Spurningin var alltaf hver fćri međ honum.
Og nú ćtla ég ekki ađ hafa ţetta lengra og taka mér frekar bók í hönd og fara svo ađ sofa. Ég er ađ lesa bók eftir einn höfunda Sex and the City og mér segir svo hugur ađ bókin sé ömurleg. Spurningin er bara hvort ég gefst upp eđa hvort ég lćt mig hafa ţađ ađ lesa hana alla.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.