Stundum er það ódýrara betra en það dýra
15.5.2008 | 18:50
Ég var komin hátt á þrítugsaldur þegar mér fannst ég loksins þurfa að fara að nota rakakrem. Þá fyrst fór húðin að verða þurr. Fram að því hafði ég sparað mér stóran pening með því að sleppa öllum kremum, hvort sem það voru rakakrem, hrukkukrem eða eitthvað annað. Mér var stundum sagt að ég þyrfti að bera á mig alls kyns krem til að fyrirbyggja alls konar húðskemmdir en málið er að ég mun í raun aldrei vita hvort krem hefðu breytt nokkru.
En þegar að því kom að húðin fór að verða þurr þá ákvað ég að vera ekkert að spara þar og fjárfesti í sumum af þessum merkjum sem eiga að vera betri: Lancome, Christian Dior, Clinique... Ég fann eitt frá Lancome sem ég alveg elskaði og keypti sama kremið upp aftur og aftur, en svo hættu þeir að framleiða það. Síðan þá hef ég ekki fundið neitt frá þessum merkjum sem hentar mér fullkomlega. Og fyrir um tveim árum fór húðin á mér að kvarta undan þessum kremum. Mér fannst ég gera ill verra með því að bera þetta á mig. 5000 króna dollan varð allt í einu hluti vandans en ekki lausnin.
Mér varð það hins vegar til happs einu sinni á fótboltamóti á Saltspring Island að ég keypti rakakrem frá Burt's Bees, sem eru alveg dásamlegar vörur. Ég keypti reglulega frá þeim varasalva og handkrem. Hafði aldrei prófað andlitskremið áður en þetta snöggvirkaði. Ekki aðeins heldur það húðinni rakri heldur skapar kremið engin vandamál. Það virkaði meira að segja svo vel að þegar ég bara það á flekkótta húðina eftir fína Lancome kremið þá lagaðist allt á tveim dögum. Nú ber ég bara á mig Burt's Bees og er ákaflega ánægð með húðina á andlitinu. Þetta kemur reyndar ekki í veg fyrir sólarexem ef ég er of lengi í sólinni en lagar það fljótt á eftir.
Og til að gera dæmið ennþá betra, þetta krem kostar bara þriðjunginn af fínu kremunum.
Ég veit ekki hvort þessar vörur fást á Íslandi en ég mæli eindregið með þeim.
Athugasemdir
Ágæta Kristín. Ekki veit hvers vegna ég datt inná þessa síðu þína um krem en það bara gerðist. Eins og þú sérð þá er ég orðinn 64ja ára og hef ég aldrei borið á mig krem af nokkru tagi ef undan er skilið Zinkpasta við herpes á vör fyrir áratugum síðan. En punkturinn er: ég mæti reglulega í nudd hjá auðvitað konu sem hefur það að starfi að horfa stöðugt á hálfnakið fólk. Hún segir alltaf: rosalega ertu með flotta húð maður !
Mér datt þetta í hug út frá þínum hugleiðingum, ekki neitt merkilegt en staðreynd samt. Gleymdu ekki fólkinu sem ánetjast varasalva, vá !
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 00:36
Já, gallinn við allar svona vörur er að maður veit ekki hvað gerist ef maður notar þær og ekki heldur hvað gerist ef maður notar þær ekki. Karlmenn nota yfirleitt aldrei neins konar andlitskrem en virðast lifa það ágætlega af.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 16.5.2008 kl. 04:30
Ég er að verða 64ra ára og hef aðeins notað krem síðan um sextugt, og þá bara strjált. Ofnæmi hef ég fyrir sumum þeirra meira að segja af náttúrulegri gerð.(penzím heitir það ) Loksins datt ég ofan á Hýdrófíl, íslenskt krem, frá Gamla Apótekinu, og set pínu póns í andlitið, á morgnana. Ég hef nefnilega engar hrukkur enn, sem ég held að komi bara innanfrá, Svo er rigningin indæl. Kremið Hýdófíl er í 100 ml. túpu, og kostar 600-800 kr . Líka gott á hendur.. Fæst í Apótekunum.
vigdis agustsdottir (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 12:19
kúl, þetta eru pottþétt flottar vörur en hef ekki heyrt um þær hér heima, ég byrjaði að nota L'occitane (nenni ekki að ath hvernig á að skrifa það) þegar ég var í London og mér finnst olívu andlitskremið frá þeim ÆÐI :)
Hrabba (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 13:42
Flott hja ther ad vera ekki ad eltast vid randyru finu merkin i hudvorunum. Thau lofa vanalega meiru en thau geta stadid vid. Sjalf hef eg mest verid ad kaupa rakakrem sem framleidd eru i apotekunum -an ilmefna og bara med einfoldum efnum ....ekki thriggja metra langan lista af allskyns oskiljanlegum eiturefnum, og thau kosta ekki nema svona 500-1000 kall! Ja og svo ber eg thetta bara a mig thegar mer finnst eg thurfa! Kannski vaeri eg med algjora edalhud ef eg hefdi alltaf fjarfest i thessum "dyru" en einhvern veginnheld eg bara ekki! Mer var einhverntiman gefid krem (af velviljudum aettingja sem bar utlit mitt ser fyrir brjosti) til ad sporna vid hrukkum i kringum augun -thad er skemmst fra thvi ad segja ad eg fekk bolur undan thessum andskota. Eg henti thessari oggupinulitlu tubu med randyra kreminu og hef sidan gengid um alsael med minar smamsamanaukandi hrukkur i kringum augun..gledileg stadfesting fyrir thvi ad eg hef haft astaedur til ad brosa i gegnum tidina :)
Rut (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 15:18
Ég tékka á þessu. Takk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.5.2008 kl. 16:25
Ég gleymi aldrei konu sem ég kynntist einu sinni en hún var að flýtja á öldrunarheimili þar sem ég vann einu sinni, það var tekið eftir því hvað hún var með rosalega sítt og þykkt fallegt hár og skínandi fallega húð og komin langt yfir 80 ára, galdurinn var sá að hún þvoði aldrei hárið og hafði bara aldrei gert það, það þreif sig bara sjálft og síðan notaði hún júgursmyrsl á húðina á sér, setti það á sig áður en hún fór að sofa. Þegar hún hafði verið nokkra mánuði á hjúkrunarheimilinu, var hárið allt að detta af og húðin orðin grá og guggin, ekki veit ég hvort það var út af sápunni sem var svo farið að þvo hár hennar upp úr og að júgursmyrslið hafi gleymst að setja á hana á kvöldin eða hvað..en svcona var þetta og fór þetta, ætli einfaldleikinn sé ekki bara bestur. En samt er ég voða forvitin með þetta merki sem þú ert að tala um, þetta fæst held ég ekki hérna á Ísl.
Bestu kveðjur og góða helgi.
alva (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.