Sumarið er komið - loksins

Sumarið kom til Vancouver í gær og á að vera hérna alla vega fram á annað kvöld. Það á reyndar að rigna aftur á sunnudaginn en spurning er hvort það verður svona létt sumarrigning eða týpískt Vancouverrigning.

Ég hef reynt að njóta veðurins aðeins. Fór í klukkutíma göngutúr í góða veðrinu í gær. Í dag fór ég í nokkra göngutúra. Labbaði fyrst áleiðis að klifursalnum (áður en ég varð að hoppa upp í strætó svo ég yrði ekki of sein) og eftir klifrið fékk ég mér annan göngutúr niður á Broadway þar sem ég kíkti í skóbúð. Kom heim með tvö pör af skóm. Annað parið fyrir vinnuna og hitta svona meira fyrir ströndina.

Planið er nefnilega að fara á ströndina á morgun. Ekki alveg komið í ljós á hvaða strönd. Við Mark ætlum að skella okkur saman og hann fer vanalega niður að English Bay og ég fer oftast á Locarno. Þegar við ræddum plön í kvöld vorum við bæði svo dipló að okkur var alveg sama á hvora ströndina við færum. Ætlum við ræðum það ekki í fyrramálið. Ég er búin að lofa að hringja og vekja hann en ég varð að lofa að hringja ekki fyrr en klukkan hálftíu. Það er allt í lagi. Kannski ég sofi svolítið út sjálf. Ætli við skellum okkur ekki í brönns á undan.

Annað kvöld er svo leikur. Liðið mitt situr á toppnum eins og er og liðið sem við eigum að spila við annað kvöld er í þriðja eða fjórða sæti þannig að við verðum að spila almennilega til að halda toppsætinu. Við vitum hvern þarf að stoppa - sami strákurinn er búinn að skora nærri öll mörkin fyrir þetta lið.

Og nú ætla ég í háttinn. Býð ykkur hinum góðan dag enda klukkan orðin rúmlega sjö að morgni á Íslandi og morgunhanar komnir á fætur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband