Þvílíkur dagur

Veðrið í dag var algjörlega yndislegt. Það fór upp í 30 stiga hita sem er býsna gott fyrir maí í Vancouver. Ég er ekki viss um að við höfum fengið slíkt veður fyrr en í júlí í fyrra. Þetta var akkúrat svona dagur þar sem maður á ekki að gera neitt nema liggja í leti og njóta góða veðursins.

Ég hitti Mark niðri á strönd um hálftólf leytið, við fundum okkur góðan stað að liggja á og svo hreyfðum við okkur ekki þaðan, fyrir utan þegar ég fór á klósettið og þegar Mark fór og keypti handa okkur pylsur og síðan ís. Annars lágum við bara á okkar IKEA teppum og nutum þess að vera til.

Það var erfitt að þurfa að fara en ég þurfti að spila fótbolta í Burnaby klukkan átta og þurfti fyrst að fara heim og sækja dótið mitt. Og af því að við fórum á ströndina í English Bay en ekki á Locarno þá tók þetta nokkurn tíma. Ég komst á völlinn rétt áður en leikur hófst en var í svo miklu stuði að ég skoraði tvö fyrstu mörkin okkar og kom okkur í 2-1. Leikurinn endaði 10-7 og við sitjum enn á toppi þriðju deildar.  

Á morgun á að kólna heldur en veðrið ætti samt að vera þokkalegt. Ætli maður horfi ekki á Kanada vinna heimsmeistaratitilinn í hokkí (they better) og svo verður eitthvað skemmtilegt gert á eftir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Þýðir þetta ekki að þú þarft að fara á ströndina fyrir næsta leik líka? Úr því það gekk svona vel í leiknum.

Mummi Guð, 18.5.2008 kl. 10:49

2 identicon

Mer synist ad thu hafir fundid uppskriftina ad velgengni i fotbolta...thad er augljost ad "strondin" ja og goda vedrid hafa hvetjandi ahrif a knattleikni thina og marksaekni! Synd annars ad morkin urdu bara tvo..alltaf gaman af hat-trickum...thu ert viss um ad hafa ekki skorad annad mark?

Annars er spurning hvort thu getur selt leyndarmalid til haestbjodandi lida i komandi evropukeppni i knattspyrnu....! 

Rut (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 11:20

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Jú, nú verð ég alltaf á ströndini. Rut, þú ert í stuði. Heldurðu að ég hafi eitthvað sérstakt markmið? Reyndar fékk ég næstum því hat-trick. Ég skoraði þriðja markið um sekúndubroti eftir að flautað var til hálfleiks. Það gilti því ekki. En það var eins nálægt þriðja markinu og ég komst.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 18.5.2008 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband