Varið ykkur Íslendingar. Ég er að koma heim !!!!

Í gær keypti ég flugmiða til Íslands  (18. des - 17. janúar). ÉG VERÐ Á ÍSLANDI UM JÓLIN!!!!!!!!!!!

Upphaflega ætlaði ég að vera hér í Vancouver. Planið var að Martin kæmi í heimsókn og við eyddum jólunum saman, en síðan hafa fjölskyldumál og vinnan skorðað hann fastan um hátíðarnar og ég ákvað að ég vildi ekki vera ein í Vancouver fjórðu jólin í röð. Vanalega er enginn vina minna í bænum (Marion fer til Chilliwack, Julianna til Winnipeg, Yoko til Þýskalands eða Japans, Doug og Anne-Marie til Nanaimo -alla vega í fyrra-, Gunnar og Suzanne til Íslands eða Saskatchewan, Leszek til Póllands, og Jeremy er enn í Thalandi). Ég hef eytt jóladegi með Brynjólfsson fólkinu sem er fjarskylt mér en það er einfaldlega ekki það sama og að vera með fjölskyldunni eða með góðum vinum.

Þannig að, ég fór á vef Icelandair, fann flug fyrir tæpa $500 US frá Boston, og keypti það. Nú þarf ég að komast til Boston. Annað hvort flýg ég þangað beint eða ég flýg til Ottawa og heimsæki Martin á leiðinni til Íslands. Eða ég heimsæki hann á bakaleiðinni. Nú er orðið ekkert mál að kaupa flug aðra leiðina án þess að þurfa að borga hærra verð en fyrir fram-og-til-baka-flugið. Það er því lítið mál að fljúga Vancouver-Boston-Ísland-Boston-Ottawa-Vancouver.

En sem sagt, ef ég var ekki búin að segja það nógu skýrt: ÉG ER AÐ FARA TIL ÍSLANDS!!!!! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband