Icelandair mun ekki fljúga til Toronto í vetur

Ég var að frétta að Icelandair væri hætt við að fljúga á milli Íslands og Toronto í vetur. Ég er hrikalega svekkt. Ég er að vonast til þess að fara heim um jólin og ætlaði pottþétt að fljúga í gegnum Toronto. Hvernig stendur á þessu? Þeir eru nýfarnir að fljúga þangað og það er varla komin mikil reynsla á flugið. Ættu þeir ekki að gefa fólki kost á að uppgötva þessa flugleið áður en þeir taka ákvarðanir um áframhaldið? Fuss og svei.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já þetta er skrítið, þeir auglýsa nefnilega ekkert smá mikið þessar ferðir. Reyndar skil ég ekkert í auglýsingunni, hún hljóðar svona: Toronto er heimsborg, pakkaðu þá eins og þú sért að fara til New York...skilur þú hvað þeir eru að meina??

alva (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 17:58

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hmmmmm... skrítið. Pakkar maður öðruvísi fyrir New York en aðrar borgir? Á þetta við að maður eigi að taka með sér bæði fínu fötin fyrir leikhúsin svo og garmana fyrir labb um borgina?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 21.5.2008 kl. 18:38

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég held að það sé átt við eitthvað svoleiðis með auglýsingunni, já. Tek undir með þér, Stína, það er stórundarlegt að gefa ekki flugleiðinni meiri aðlögunartíma.

Berglind Steinsdóttir, 21.5.2008 kl. 20:57

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Kæra Kristín, ég er enginn sérfræðingur í auglýsingafræðum,en vísir menn telja, að þar búi að baki blanda af ósvífni og sálfræði. Ég vil kalla það ósvífna sálfræði .Athugasemdir hér að ofan eru allar ágætar og rökrétter, og ég hef litlu þar við að bæta. Ég tel samt (að fráteknri allri karlrembu !), að Árni Guðmundsson sé næst skýringunno. Flugleiðir ásamt öllu öðru, sem tengist flugrekstri eru í vondum málum þessa dagana, Netmogginn í dag er með merkjanlegar afpantanir hjá íslenskum ferðaskrifstofum í ferðum Íslendinga í sumarfrí erlensis og vise versa, Eldsneytisverð á heimsmarkaði er enn á uppleið. G.W.Bush gumaði af því nýlega, að hann hefði náð góðum díl við "vini sína, Saudi Araba um, að þeir myndu auka framlwuðslu síns um njilljóni tunnur á einhverja tímaeiningu. Nokkrum dögum síðar tilkynnit OPEC, að sá klúbbur muni í september n.k. taka ákvörðun um, hvort og hve mikið þeir muni kannske auka framleiðslu sína. Þetta þarf ekki að rekja frekar,

Með góðri kveðju frá Siglufirði, Vesturbæ Fjallabyggðar, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 22.5.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband