Ekki líkur á sykursýki

Ég skrapp í Safeway í dag (okkar Hagkaup) að kaupa egg og mjólk og þar var þá hjúkrunarkona sem bauð upp á blóðsykursmælingum. Ég nota mér alltaf svona tækifæri til að tékka á heilsunni svo ég settist niður og rabbaði við hana. Hún sagði mér að blóðsykurinn mætti helst ekki vera lægri en 4 og alls ekki hærri en 7. Ég reyndist vera með blóðsykur 4,3 og fékk hrós frá hjúkrunarkonunni. Hún sagði að það væri greinilegt að ég hreyfði mig reglulega og borðaði hollan mat. Ég spígsporaði rígmontin í burtu, ánægð með sjálfa mig, og reyndi að hugsa ekki um það að ég er nú hálfgerður sykurgrís og borðaði síðast í gær stóran kanelsnúð með frosting. Kannski leyfir fótboltinn það að ég fái mér af og til sætindi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nammi, nammi, namm

Arnar (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 20:44

2 identicon

Girnó...flott með blóðsykurinn hjá þér, ég hef aldrei farið í svona mælingu, maður ætti kannski að skella sér.

alva (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 22:58

3 identicon

Safeway er "okkar" Nettó eða Bónus ;) - eða það mundi ég allavega segja ...

Hrabba (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 21:48

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Nei, Safeway er betra en Bónus. Kannski eins og Nettó. Annars eru sumir Safeway staðir meira eins og matvöruhlutinn af Hagkaup í Kringlunni.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.6.2008 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband