Sorgarfréttir - ungur maður fellur frá
29.5.2008 | 20:34
Núna rétt áðan fékk ég sorglegar fréttir sem þó snerta mig ekki persónulega. Luc Bourdon, einn efnilegasta varnarmaður hokkíliðsins míns, Vancouver Canucks, lést í mótorhjólaslysi í New Brunswick í dag, aðeins tuttugu og eins árs gamall.
Luc var valinn af Canucks árið 2005 í fyrstu umferð, tíundi leikmaður í heild og lék fyrst með Val-dOr, Moncton, Cape Breton og svo Manitoba Moose. Ætlunin var að hann spilaði með Moose síðastliðinn vetur áður en hann kæmi upp í NHL deildina, en vegna meiðsla varnarmanna liðsins var Luc kallaður til og spilaði hann 27 leiki með aðalliðinu.
Búist var við að hann yrði einn helsti varnarmaður liðsins í framtíðinni.
Hér eru allir í sjokki. Ekki bara af því að hann hafði allt til að bera til þess að verða frábær leikmaður, heldur vegna þess að hann var aðeins 21 árs gamall og það er alltaf hræðilegt þegar ungt fólk fellur frá. Ég veit að mamma og hans og pabbi munu ekki koma á síðuna mína, né myndu þau skilja það sem ég skrifa hér þótt þau gerðu það, en ég vil samt nota tækifærið hér og votta samúð mína.
Athugasemdir
Svona fréttir eru alltaf sorglegar.
Þegar ég bjó í Bandaríkjunum þá fannst mér alltaf skelfilegt að sjá mótorhjólamenn á fleygiferð á hraðbrautum á stuttermabolum og hjálmlausa.
Ég veit ekki hvernig þetta er í Kanada, en þegar ég talaði um þetta við kanann þá fannst honum óeðlilegt að skylda mótorhjólamenn til að vera með hjálma, þetta snerist um frelsi til að ákveða. En þegar ég spurði þá af hverju væri þá skylda að vera með bílbelti þá fannst þeim þetta fáránleg líking.
Mummi Guð, 30.5.2008 kl. 22:34
Ég held að flestir séu með hjálma á mótorhljólum hér og flestir eru vel búnir í leðurklæðnaði. Ég held að kaninn ofgeri þessu stundum með frelsið. Stundum er nauðsynlegt að hafa lög um hluti ef fólk er svo heimskt að fara ekki eftir því. Mér finnst einna verstu hveru oft fólk hér vestra ekur bíl eftir að hafa drukkið áfengið.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 31.5.2008 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.