Á ráðstefnum

Fyrsti dagur í ráðstefnu er að kvöldi kominn. Eftir fjögurra og hálftíma svefn í nótt (já, ég fór ekki í rúmið fyrr en um þrjú) vaknaði ég eldhress, eða svo sem, og mætti á fyrsta fyrirlestur á málvísindaráðstefnunni klukkan níu í morgun. Hlustaði á þrjá fyrirlestra en fór svo yfir í málvísindadeild og hjálpaði við matarundirbúning fyrir móttöku síðar um daginn. Fór þaðan og prentaði úthenduna mína fyrir morgundaginn og fór svo beint á stjórnarfund hjá AASSC, félagi norrænna fræða í Kanada. Þaðan fórum við beint í móttöku þar sem ég hitti fullt af fólki sem ég þekki. Ég er búin að vera í AASSC síðan annað árið mitt í Kanada þannig að ég þekki orðið stóran hluta þeirra sem mæta á þessar ráðstefnur. Rakst líka á Fred kunningja minn frá Victoria sem sagði mér raunasögu sína frá Íslandi. Ég ætla ekki að endurtaka hana hér enda veit maður aldrei hver les þetta blogg.

Í kvöld spilaði ég svo innanhúsboltann og við unnum 7-5 og sitjum enn á toppi þriðju deildar. Nema nú sitjum við þar ein. Erum með tólf stig eftir sjö leiki. Höfum sem sagt unnið sex og tapað einum. Erum býsna stolt af okkur.  Næsta lið á eftir hefur tíu stig.

Á morgun mun ég skipta deginum á milli málvísindafélagsins og norræna félagsins og seinni partinn ætla ég svo í bíó þar sem sýnd verður Mávahlátur Ágústs Guðmundssonar en hann er einmitt gestafyrirlesari ráðstefnunnar. Hitti hann og maka hans einmitt í dag.

Öhpdeit túmorrow! 

Vil annars nota tækifærið og óska bræðrasonum mínum, Sverri Má, Jóhanni Inga og Árna Heiðari til hamingju með prófin sín. Árni, sonur Geira bróður, útskrifaðist með stúdentspróf frá MR í gær og Sverrir og Jói, strákarnir hans Gunna bróður, útskrifuðust frá VMA í haust. Ég var bara svo rænulaus þá að ég fattaði ekki að setja neitt um það á bloggið. Til hamingju strákar. Við erum öll stolt af ykkur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband