Annar í ráđstefnu
2.6.2008 | 13:19
Dagur númer tvö á ráđstefnunum tveim gekk bara fínt. Ég sat fyrirlestra hjá norrćna félaginu í gćrmorgun og fór međ ţví gengi í hádegisverđ. Lengst sátum viđ Per-Anders og Chris. Ţađ var bara fínt - hitti ţá alltaf á ţessum ráđstefnum. Fór síđan yfir í málvísindi ţar sem ég var međ veggspjald. Málvísindin eru í auknum mćli ađ fćrast yfir í veggspjald á ţessum samkomum. Seinni partinn fór ég svo ađ sjá Mávahlátur sem ég hafđi séđ áđur en myndin er góđ í annarri umferđ líka. Ágúst sat fyrir svörum eftir myndina og ţađ var ţrćlskemmtilegt.
Fékk nokkur sms og símhringingar um kvöldiđ međ velgengnisóskum frá félögum mínum en talađi svo fram á nótt viđ Akimi sem var svolítiđ áhyggjufull yfir ákveđnu máli. Hefđi átt ađ vera farin ađ sofa en ţegar vinir ţurfa á manni ađ halda ţá er ţađ mikilvćgara en smá svefn. Ađalatriđiđ var ađ ég náđi ađ róa hana og hún hefur ábyggilega sofiđ betur fyrir vikiđ. Sjálf svaf ég eins og steinn. En nú er ég komin á fćtur, ţarf í sturtu, fć mér morgunverđ og svo er ţađ bara ađ hoppa upp í strćtó og fara í VINNUNA!!!!!!!
Ţiđ fáiđ sjálfsagt ađ heyra fljótt af fyrsta degi vinnu!
Athugasemdir
Til hamingju Stína mín, bíđ spennt eftir ađ heyra af fyrsta vinnudeginum!
Rakel (IP-tala skráđ) 2.6.2008 kl. 19:27
Gangi ţér vel í vinnunni
Sigrún Jónsdóttir, 3.6.2008 kl. 00:07
Takk.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.6.2008 kl. 04:38
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.