Annar í ráðstefnu

Dagur númer tvö á ráðstefnunum tveim gekk bara fínt. Ég sat fyrirlestra hjá norræna félaginu í gærmorgun og fór með því gengi í hádegisverð. Lengst sátum við Per-Anders og Chris. Það var bara fínt - hitti þá alltaf á þessum ráðstefnum. Fór síðan yfir í málvísindi þar sem ég var með veggspjald. Málvísindin eru í auknum mæli að færast yfir í veggspjald á þessum samkomum. Seinni partinn fór ég svo að sjá Mávahlátur sem ég hafði séð áður en myndin er góð í annarri umferð líka. Ágúst sat fyrir svörum eftir myndina og það var þrælskemmtilegt.

Fékk nokkur sms og símhringingar um kvöldið með velgengnisóskum frá félögum mínum en talaði svo fram á nótt við Akimi sem var svolítið áhyggjufull yfir ákveðnu máli. Hefði átt að vera farin að sofa en þegar vinir þurfa á manni að halda þá er það mikilvægara en smá svefn. Aðalatriðið var að ég náði að róa hana og hún hefur ábyggilega sofið betur fyrir vikið. Sjálf svaf ég eins og steinn. En nú er ég komin á fætur, þarf í sturtu, fæ mér morgunverð og svo er það bara að hoppa upp í strætó og fara í VINNUNA!!!!!!!

Þið fáið sjálfsagt að heyra fljótt af fyrsta degi vinnu! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju Stína mín, bíð spennt eftir að heyra af fyrsta vinnudeginum!

Rakel (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 19:27

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gangi þér vel í vinnunni

Sigrún Jónsdóttir, 3.6.2008 kl. 00:07

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.6.2008 kl. 04:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband