Detroit eru Stanley meistarar

Detroit Red Wings voru núna rétt í þessu að tryggja sér Stanley bikarinn í hokkí eftir 3-2 sigur á Pittsburgh. Staðan var 3-1 þegar rúm mínúta var eftir af leiknum en mörgæsirnr náðu að skora þegar þeir léku einum fleiri og þeir komu nálægt því að jafna leikinn á síðustu mínútu. En það dugði gekk ekki eftir og Niklas Lidstrom fær að hampa bikarnum - fyrstur allra Evrópubúa til þess að leiða lið sitt til sigurs í þessari keppni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

...og ég sem var að vonast til mörgæsirnar myndu taka þetta.

Mummi Guð, 5.6.2008 kl. 19:08

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Þær vinna þetta á næsta ári eða þarnæsta. Ungir strákar og stórkostlega góðir. Ég er ánægð með að Detroit vann og eru ástæðurnar þrjár:

1. Nicklas Lidstrom, besti hokkíspilari í heimi.
2. Eldra lið, sýnir að reynsla sigrar kraft og hraða.
3. Detroit er á hraðri niðurleið og þeir eiga skilið að gleðjast yfir einhverju.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 5.6.2008 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband