Ég og lukkutröllin

Eins og þið vitið hef ég áður lýst yfir hrifningu minni á lukkutröllum Vancouver ólympíuleikanna (æi, ekki lukkutröll, hvað kallar maður 'mascot'?) - eða þannig. Því varð ég hreinlega að nota tækifærið og fá mynd af mér með þeim þegar þau komu á svæðið í gær.

Talið frá vinstri: Quatchi, Boris sem vinnur með mér, Miga (já míga eins og hún er nú kölluð í minni deild), Rina, sem er ritari yfirmanns míns, ég og Sumi. Kannski verð ég búin að venjast þeim þegar Ólympíuleikarnir hefjast eftir tæp tvö ár.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má líka segja lukkudýr. Þú sómir þér vel í þessum hópi.

Már Högnason (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 06:45

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

En hvað lukkudýrin verða sæt!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.6.2008 kl. 11:35

3 identicon

mér finnst asísk lykt af þeim, útlitslega og nafnalega ... og finnst það ekki eiga við þegar ól eru í norður-ameríku punktur!

Hrabba (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 16:58

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Þú ert ekki sú eina sem segir það.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 6.6.2008 kl. 18:24

5 identicon

það er gott ;)

Hrabba (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband