Greyið ég
8.6.2008 | 05:13
Ég var orðin svo vön því að sofa átta til níu tíma á hverri nóttu, vakna þegar ég var útsofin, borða morgunverð í rólegheitunum, fara í heitt bað og vinna heima hjá mér, að þegar þetta breyttist fór ónæmiskerfið í köku. Allt í einu fór ég að vakna við vekjaraklukkuna eftir of stuttan svefn, fara út með rakt hárið, eyða tveimur tímum á dag í strætó innan um alls kyns bakteríur... Afleiðingin: Kvef.
Fékk vott af hálsbólgu á fimmtudaginn, var skárri af henni í gær en fór að hósta um miðjan dag og nefið að stíflast. Í dag er ég búin að vera í rúminu og hef ýmist sofið eða lesið. Lítil orka, því miður. Ég á að spila fótbolta annað kvöld svo ég vona að ég skáni ef en ég verð svona máttlaus þá verð ég að sleppa því.
Annars er vissara að taka morgundeginum rólega því í næstu viku verður brjálað að gera og stanslausir fundir allan daginn. Ætli sé því ekki best að safna kröftum!
Ef ég er í stuði þá skrifa ég kannski meira á morgun um fyrstu vinnuvikuna.
Athugasemdir
Batakveðjur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.6.2008 kl. 10:38
Takk fyrir góðar kveðjur. Og nei Ólafur, ég er ekki komin heim. Er bara komin í vinnu eftir öll árin á skólabekk.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 8.6.2008 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.