Þegar þrjóska og dugnaður verða til þess að draumarnir rætast
8.6.2008 | 21:25
Ég ætla að segja ykkur sögu sem sýnir hvernig fólki getur tekist það sem það ætlar sér ef viljinn og þrjóskan eru fyrir hendi.
Á fimmtudaginn hlustaði ég á sögu Mark Hatton sem keppti á tveim Ólympíuleikum fyrir Bretland í luge (sleðakeppni). Tíu ára gamall byrjaði hann að æfa stangarstökk og setti takmarkið strax á að komast á Ólympíuleika. Tvítugur varð hann hins vegar að sætta sig við það að hann væri einfaldlega ekki nógu góður. Hann dreymdi þó enn um Ólympíuleika og hugsað vel um það hvað hann hann gæti nú tekið sér fyrir hendur. Hann hafði séð myndband um luge og ákvað að prófa. Svo hann hafði samband við Breska Ólympíusambandið en þeir urðu nú að leita sér að upplýsingum um það hvort Bretland hefði luge samband. í ljós kom að svo var og Hatton hafði samband við þá. Þegar hann sagðist vera tvítugur var honum sagt að hann væri sextán árum of seint á ferðinni. Flestir byrjuðu að æfa í kringum fjögurra ára. Hann bað um að fá að vera biðlista eftir æfingarbúðum og þeir samþykktu það.
Það fór svo að hann fékk boð um að koma til Austurríkis á æfingu og þar skelltu sér allir á barinn og svo var honum sagt að hann togaði handfangið vinstra megin ef hann vildi beygja til hægri og handfangið hægra megin ef hann vildi beygja til vinstri. Daginn eftir mundi hann ekkert hvað hann átti að gera en var hreinlega sendur af stað niður brautina (að skíta á sig af hræðslu) og allt gekk að óskum. Neistinn var kviknaður. Nema Bretarnir sögðu að hann væri samt allt of gamall og neituðu að þjálfa hann frekar. Eftir að hafa samband við nokkra staði fékk hann loks að koma og æfa með Bandaríkjamönnum og var þar settur í hóp með fimm ára og yngri. Já, í alvöru, fimm ára og yngri. Og þessir litlu voru allt að fjórum sekúndum fljótari niður brautina, sem er mikill munur þegar tekið er tillit til þess að tími í luge er mældur í hundruðum úr sekúndu.
Eftir mikla vinnu náði hann að verða bestur meðal fimm ára barna og fékk að halda áfram. Eftir þetta samþykktu Bretarnir að hann fengi að æfa með þeim og nokkrum árum síðar keppti hann loks fyrir Bretland á Ólympíuleikunum í Salt Lake City og fjórum árum síðar í Torino. í Salt Lake City kom hann fyrstur í mark af þeim keppendum sem komu frá löndum sem hafa enga luge braut. Draumurinn rættist af því að hann gafst ekki upp og af því að hann lét ekkert stoppa sig.
Athugasemdir
vaá! og þá á ég við vaá við því að þau byrji 4 ára!!! shit
Hrabba (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.