Góður leikur

É var á báðum áttum með það í dag hvort ég ætti að spila leikinn í kvöld. Ég var orðin betri af kvefinu en alls ekki góð. Þar sem vinnuvikan framundan á eftir að verða erfið þá hefði sjálfsagt verið best að sitja heima og hvíla sig en mér finnst bara svo gaman í fótbolta að ég hreinlega varð að spila.

Við spiluðum illa í fyrri hálfleik og staðan var 4-1 þegar flautað var til hlés. Við vorum einfaldlega ekki fyrst á boltann og horfðum á hina spila. Svo einfalt var það. Og Joe markmaður var ekki upp á sitt besta. Við byrjuðum síðari hálfleik með marki en svo hrundi allt aftur og fljótt var staðan orðin 7-3 fyrir hinu liðinu. Þá loks hrukkum við í gang eftir mark frá mér beint úr aukaspyrnu. Benita sem hafði skorað fyrsta markið okkar hló og sagði: "Þú gast ekki leyft mér að hafa forustuna!!!" (Fyrir þennan leik vorum við báðar búnar að skora 3 mörk fyrir þetta lið.) Svo ég kallaði til hennar: "Skoraðu annað og það mun tryggja okkur tvö" (því þá myndi ég jafna hana aftur). Það fyndna við þetta er að þetta gekk eftir. Benita skoraði sitt annað mark og ég síðan mitt annað örstuttu síðar. Þegar rúm mínúta var eftir jafnaði svo Will leikinn sem endaði 7-7. Við vorum hæst ánægð með góðan endasprett eftir þessa lélegu byrjun.

Við sitjum enn á toppi þriðju deildar og ég er ekkert veikari en ég var áður en ég spilaði. Sem sagt, gott mál.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Synd ad thid hrukkud ekki fyrr i gang...en til hamingju med jafnteflid..thid hafid augljoslega staltaugar og latid ekki deigan siga :)

Gaman ad lesa lika ad thu hefur nog ad gera i nyju vinnunni...nuna erum vid komin aftur med netid, svo einhverntiman thegar haegist um hja ther (eftir OL2010 ??) getum vid spjallad a skypinu og skipst a frettum... 

Kvedjur fra stigvelalandinu 

Rut (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 12:32

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Til hamingju með jafnteflið, það er viss sigur að ná að hífa upp á sér bossann og halda ótrauð áfram, og ná svo betri árangri með því

Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.6.2008 kl. 20:15

3 identicon

Mér er spurn. Eru bæði kynin í liðinu eða eru Joe og Will kvenmenn?

Einar Jóhann (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 18:10

4 identicon

Mikið hrykalega ertu dugleg Stína, hefði nú séð suma bara hanga heima og vorkent sjálfum sér.... en nei ekki þú!!

Þið eruð alveg rosa góð heyrist mér á öllu.

Rakel (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 22:34

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Einar, þetta er blandað lið. Það eru sex á vellinum og það þurfa að vera a.m.k. tvær stelpur á vellinum á hverjum tíma.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 10.6.2008 kl. 23:27

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Rut, Róslín og Rakel. Takk kærlega stelpur. Hvað er þetta með öll þessi R?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 10.6.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband