Eru þetta fætur af horfnu drengjunun?
19.6.2008 | 14:07
Ég hef svolítið velt því fyrir mér hvort einhver tengsl séu á milli þessa fóta og þess að níu ungir menn hafa horfið á síðustu tveim árum. Allir eru þeir á þrítugsaldri og allir svipaðir á stærð. Það að næstum allir þessir fætur eru hægri fætur, og að flestir þeirra hafa verið stærð 10 eða 12, fær mann til að halda að hér sé ekki um að ræða fætur af drukknuðum sjómönnum. En óhugnanlegt er það, hvort sem hér er um eitthvað eðlilegt að ræða eða ekki.
Fólk hefur reyndar alls konar tilgátur. Sumir halda að um hrekki sé að ræða. Að einhver frá útfararþjónustu hendi fótunum í sjóinn til þess að skapa usla. Aðrir halda um um sé að ræða fjöldamorðingja og að líkin séu einhvers staðar grafin. Enn aðrir halda að um sé að ræða fórnarlömb Tsunami frá því fyrir tveim eða þrem árum. Svo er líka tilgáta um það að hér sé um að ræða þá sem dóu í flugslysi fyrir þrem árum. Aðeins eitt líkanna úr því slysi fannst. Fimm hafa aldrei fundist.
Sjötti mannsfóturinn finnst í Kanada | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað sem þetta er þá er það frekar óhuggulegt ! Trúi því varla að þetta komi alla leið frá flóðbylgjusvæðunum... en hvað veit maður svosem.
Jac Norðquist
Jac Norðquist, 19.6.2008 kl. 15:08
Þetta er nú frekar óhugnalegt hvort sem þetta er hrekkur eða fjöldamorðingi
Huld S. Ringsted, 19.6.2008 kl. 15:49
Já þetta er frekar óhugnanlegt og einhver skítalykt af þessu finnst mér. Ég hallast á að þetta séu fætur þessar 9 manna sem saknað er, það er einhver þarna úti sem er að gera eitthvað af sér. Lögreglan vill örugglega sem minnst, enda fæst orð bera enga ábyrgð.
BostonInga, 19.6.2008 kl. 17:44
Ég er alveg sammála Huld!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.6.2008 kl. 21:00
Mér finnst þetta alveg skelfilegt.
Sigrún Jónsdóttir, 19.6.2008 kl. 22:43
Mér finnst þetta hræðilegt mál og vonandi leysist ráðgátan fljótlega.
Mér finnst ansi ólíklegt að þetta sé ekki af mannavöldum, ef þetta séu fórnarlömb úr flugslysi eða drukknaðir sjómenn, þá ætti hendur og búkur að finnast líka.
Mummi Guð, 19.6.2008 kl. 23:25
Ég segi að þetta sé einn ljótur brandari. Af hverju eru allir fæturnir klæddir í hlaupaskó?
AuðurA (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.