Það er rétt svo að ég rati heim - ég er þar aldrei
20.6.2008 | 06:31
Vitiði, ég er bara næstum aldrei heima hjá mér nema rétt yfir blánóttina. Ég er farin að heiman rétt upp úr sjö á morgnana og kem heim laust fyrir miðnætti. Á mánudaginn fór ég út að borða með yfirmönnum mínum, á þriðjudagskvöldið spilaði ég fótbolta og endaði svo á McDonalds með Akemi eftir leikinn. Já, ekki sérlega glæsilegur kvöldverður en við vorum svangar. Ég kom ekki heim fyrr en um miðnætti. Í kvöld fór ég svo á leik BC Lions gegn Calgary Stampeders í kanadíska fótboltanum, sem er nokkuð svipaður ameríska fótboltanum. Það var bara í gærkvöldi sem ég gat sest fyrir framan imbann og slakað á. En ég er ekki að kvarta. Þetta er óneitanlega skemmtilegra líf en að vinna heima og á daginn og horfa svo á sjónvarpið á kvöldin.
Helgin ætti að vera góð líka. Við Mark ætlum að gera eitthvað skemmtileg á laugardaginn og á sunnudaginn er búið að bjóða mér í siglingu. Sama fólk og síðast. Kannski seglið fari upp að þessu sinni!
Athugasemdir
Gott ad thad er nog ad gera hja ther Stina, naegur timi til ad sofa seinna -mundu ad thu ert loglega afsokud fra bloggi vegna annrikis i samkvaemislifinu! Thu gefur okkur bara svona mest krassandi bitanna thegar thu matt vera ad -serstaklega ef thad kemur fyrir ad thu ratar ekki heim, thad vaeri gaman ad heyra af thvi :) Annars er svolitid sidan thu bloggadir um myntsafnid thitt -eg sakna thess; hefur eitthvad gengid ad na i urelta gjaldmidla eda hefur sofnunin legid nidri vegna annrikisins i samkvaemislifinu?
Rut (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 12:04
Kíki nú oft hérna heim til þín, en kvitta of sjaldan. En geri það nú.
Þröstur Unnar, 20.6.2008 kl. 12:53
Þú verður bara að fá þér GPS til að rata.
Marinó Már Marinósson, 20.6.2008 kl. 14:38
Er ekki næsta skref að flytja ... bara?
Berglind Steinsdóttir, 20.6.2008 kl. 16:02
Rut mín, þú veist að ég er nú ekki hrifin af myntsöfnun svona almennt þótt ákveðnir gjaldmiðlar heilli mig - svona út af söfnunargildinu sem skapaðist eftir að evran var tekin upp. Nei, ég er miklu meiri áhugamanneskja um íþróttir og þá sérstaklega boltagreinar (fyrir utan körfubolta). Það er að sjálfsögðu vegna þess hvernig menn skora í þessum greinum.
GPS, nýtt húsnæði...allt góðar hugmyndir.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.6.2008 kl. 18:20
Oops, var thad thannig...heyrdu, viltu ad eg sendi ther gamlar verdlausar italskar lirur? Jaeja, eg vona amk ad thu skorir -amk eitt, i boltanum um helgina..eda eitthvad! Njottu helgarinnar, sofdu ut og sleiktu solina...Rut et al.
Rut (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.