Síðasti fóturinn var hrekkur

Í ljós hefur komið að sjötti mannsfóturinn sem fannst í sjónum hér í BC var alls ekki fótur. Einhverjir helvítis hálfvitar tóku bein af annarri skepnu, klæddu í sokk og skó og hentu í fjöruna. Hvað er að svona fólki? Gerir það sér ekki grein fyrir því hvaða áhrif svona fundur hefur á fólk sem saknar ástvina?

Eiginkonur mannanna sem létust í flugslysinu 2005 sögðu allar að vonir hafi kviknað um að kannski væri fóturinn af mönnum þeirra. Bara það að finna eitthvað væri betra en að vita aldrei með vissu að þeir fóru í sjóinn.

Stundum er mannskepnan svo grimm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Það er ekki allt í lagi í hausnum á þessum mönnum, oj barasta!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.6.2008 kl. 19:57

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hvaða skepna er með fót svo líkan mannsfæti að menn taki feil? Og ég tek undir að það eru fúlmenni sem gera svona.

Berglind Steinsdóttir, 20.6.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Fóturinn þarf ekki að líkjast mannsfæti því búið er að klæða hann í sokk og skó. Það sem skiptir máli er að láta bein standa út úr sokknum og þá lítur þetta út fyrir að vera mannsfótur. 'Eg er viss um að sannleikurinn kom í ljós um leið og beinið var tekið úr sokknum.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.6.2008 kl. 21:42

4 identicon

það er ekki fótur fyrir þessari frétt !!!!

Oli (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband