Þvílíkur klaufi sem ég get verið
25.6.2008 | 05:44
Ég er nú meiri klaufinn. Þetta blogg er farið að ganga út á grínsögur af sjálfri mér, sem því miður eru allar sannar.
Ég fer alltaf á fótboltaæfingu á mánudagskvöldum. Af því að það tekur mig klukkutíma að fara heim úr vinnunni og um hálftíma á æfingu þá borgar sig í raun ekki fyrir mig að fara heim eftir vinnu. Ég myndi bara geta stoppað þar í um fjörutíu mínútur áður en ég þyrfti að fara aftur út. Svo ég tók fótboltadótið með mér í vinnuna og ákvað að stoppa aðeins niðri í bæ á milli af því að ég þurfti nýjan síma.
Seinni partinn kom bréf frá þjálfaranum um að það yrði engin æfing því of fáir gátu komist. Svo ég ákvað að fara bara í almennilegan verslunartúr í staðinn og fór í Metrotown sem er okkar Kringla. Svo ég skildi íþróttatöskuna eftir í vinnunni þar sem ég ætlaði hvort eð er að spila fótbolta með Vanoc liðinu í kvöld, og tók bara handtöskuna mína með mér.
Ég ílengdist í verslunartúrnum þar sem ég skipti um símaplan, fékk nýjan síma, fékk mér kvöldverð, rápaði á milli búða...keypti buxur og bol. Klukkan var orðin tíu þegar ég kom heim. Mark hafði hringt þegar ég var enn í strætó svo ég spjallaði við hann á meðan ég gekk niður götuna að húsinu mínu. Þegar þangað kom settist ég á tröppurnar og reyndi að finna húslyklana.
Og þá mundi ég það - lyklarnir voru í íþróttatöskunni. Ég hafði stungið handtöskunni ofan í íþróttatöskuna um morguninn, þannig að þegar ég var búin að læsa húsinu hafði ég sett lyklana í ytri vasann á íþróttatöskunni í stað þess að grafa eftir handtöskunni. Þarna sit ég því í myrkrinu á tröppunum klukkan tíu að kvöldi með enga lykla. Úps.
Mark var enn í símanum og sagði að ég gæti auðvitað fengið að gista hjá honum en hann býr í 45 mínútna fjarlægð frá mér og ég þurfti nauðsynlega að komast á klósettið. Ég sagði honum því að ég ætlaði fyrst að tékka á Rosemary sem býr í hverfinu mínu. Hún hafði hins vegar verið í sumarbústaðnum sínum síðast þegar ég talaði við hana og ég hélt hún væri þar kannski ennþá. En heppnin var með mér, hún var komin heim og ekki enn farin í rúmið.
Þannig að ég rölti upp götuna, fékk náttföt og þægilegt rúm að sofa í og slapp við að þeytst um götur borgarinnar um miðja nótt.
En ég sé nú að ég hreinlega verð að láta búa til aukalykla og skilja eftir hjá Alison í kjallaranum. Ég get ekki tekið svona sénsa.
Mér finnst nú líka alveg lágmark að ástæðurnar fyrir því að maður sefur ekki heima hjá sér séu skemmtilegri.
P.S. Góðu fréttirnar eru þær að ég fékk draumasímann minn. Motokrzr frá Motorola. Men, það er æðislegur sími. Hann er eins og þessi á myndinni nema minn er svartur að utan en rauður að innan.
Athugasemdir
Úbbasí! Nei, haltu áfram með svona sögur, þær gefa lífinu lit, og þar sem þær hafa flestar góðan end, þá eru þær fínar :-)
Spurning um að þú fáir þér svona band um hálsinn, og festir lyklana þar í? Verðir lyklabarn?
Einar Indriðason, 25.6.2008 kl. 08:54
Skemmtileg uppakoma hja ther, alltaf gaman af svona kryddi i tilveruna thegar endirinn er godur. Gleymdu bara lyklunum sem oftast i vinnunni og stefndu ad thvi ad hafa aldrei sama endi a aevintyrinu :)
Rut (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 11:14
lol
Ásta Björk Solis, 25.6.2008 kl. 15:52
Æææ...
Sigrún Jónsdóttir, 25.6.2008 kl. 16:39
Úúppsss klaufinn þinn!
Rakel (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 17:55
Flottur sími.
Halla Rut , 25.6.2008 kl. 19:27
Jæja, gott að þú fékkst þó geggjaðan síma :)
alva (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 23:46
Huld S. Ringsted, 28.6.2008 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.