Rigning

Íslendingum finnst alltaf gaman að tala um veðrið. Það breytist ekkert þótt maður flytji í burtu. Hér kemur t.d. mynd af veðrinu eins og það er í Vancouver í dag:

Cloudy with showers Og hér kemur veðurspáin.

Laugardagur:  Cloudy with showers

Sunnudagur:  Cloudy with showers

Mánudagur:Cloudy with showers

Þriðjudagur:  Cloudy with showers

Miðvikudagur:  Rain

Fimmtudagur:  Rain

Föstudagur:  Rain

Á slíkum tímum saknar maður hins breytilega veðurs á Íslandi. Miklu betra en endalaus rigning.

Og þetta hefur líka sín aukaáhrif. Á miðvikudaginn fengum við hrikalegan storm með allri rigningunni og vatnsból borgarinnar urðu fyrir áföllum sem þýðir að nú er fólki ráðlagt að drekka ekki vatnið úr krönunum. Við þurfum því að sjóða allt vatn sem drukkið er. Lítið þýðir að fara og kaupa vatn því það kláraðist víst allt í morgun. Kaffihús voru meira og minna auð því vatn kláraðist og fæstir kaffistaðir hafa aðstöðu til að sjóða mikið magn af kaffi. Þannig að ekkert hreint vatn var til reiðu til kaffigerðar. Ég er viss um að það voru fleiri árekstrar í umferðinni út af skapvondu kaffifólki sem fékk ekki skammtinn sinn. Ég vona að Íslendingar fari vel með vatnsbólin. Vatnið okkar er eitt það mikilvægasta sem við eigum og ég held að við hugsum ekki nógu miið um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband