Nýjar kvikmyndir

Ég er búin að fara þrisvar sinnum í bíó á síðustu tveimur vikum eða svo, sem er órúlegt miðað við að bíómyndirnar þrjár sem ég sá þar á undan dreifðust á eina fimm mánuði. Það var aðallega vegna þess að það var ekkert áhugavert í kvikmyndahúsunum í langan tíma. Ég ætla að segja ykkur frá þessum þremur myndum, svo og einni sem ég sá ekki fyrir löngu.

Stranger than fiction
Í gær sá ég 'Stranger than fiction' sem var allt sem ég hafði búist við. Will Ferrel í sínu allra besta formi. Þótt mér hafi alltaf fundist hann frábær sem gamanleikari þá var hann enn betri í þessari mynd. Að því leyti stendur þessi mynd við hlið Eternal Sunshine of the spotless mind (önnur frábær mynd) þar sem Jim Carey sýndi að hann getur gert meira en að glenna sig. Reyndar minnir STF á þá mynd að mörgu öðru leyti, rétt eins og aðrar Kaufmann myndir, því það sem gerir myndina sérstaka er fyrst og fremst söguformið. Það að sköpunarverk höfundar skuli ekki aðeins vera lifandi heldur og einnig heyra rödd sögumanns er auðvitað frábært, og það að höfundur hefur ekki hugmynd um þetta gerir þetta enn skemmtilegra. Mig langar mikið að ræða einstaka þætti en það er eiginlega ekki hægt nema segja of mikið frá og ég held að það sé betra fyrir fólk að vita ekki of mikið. 

Auk Will Farrel eru þarna Emma Thompson, sem alltaf hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér, og hún er frábær í myndinni (ekta keðjureykjandi rithöfundur með ritstíflu) og Dustin Hoffmann sem klikkar ekki. Jú, og við þetta má bæta Tony Hale sem var Buster í þáttunum Arrested Development. Frábærir þættir, veit ekki hvort þeir voru sýndir á Íslandi.

En sem sagt, frábær myndir. Farið endilega að sjá hana. Fjórar stjörnur.

Borat
Fyrst þegar ég sá brot úr Borat sýndist mér þetta of ósmekklegt til að nenna að sjá myndina. En þegar ég frétti að það væru aðeins tveir leikarar í myndinni, aðrir væru venjulegir Bandaríkjamenn sem Borat hitti á ferðum sínum var ljóst að ég mætti ekki missa af þessu. Það er alltaf svo skemmtilegt að hlæja að Bandaríkjamönnum. Og það fór svo. Je minn góður. Það sem sumt fólk sagði. Og þetta lið skrifaði undir samning um að það mætti sýna þetta. Nú segir það auðvitað að það hafi verið blekkt. Kannski sýnir það bara enn og aftur að maður á aldrei að skrifa undir neitt án þess að lesa það yfir vel og vandlega.

Ég hló heilmikið en auðvitað er myndin ósmekkleg.  Þrjár stjörnur.

Flushed away
Teiknimynd framleidd af Ardman films sem gerðu Wallace and Gromit en er samt ekki Nick Parker mynd. Þessi mynd er gerð með töluvtækni en ekki úr leir eins og fyrri Ardman myndir en karakterar eru gerðir í sömu mynd. Sömu tennurnar og sami munnsvipurinn almennt. Og svei mér þá ef hún er ekki bara jafn fyndin og Wallace and Gromit. Myndin er um rottu (eða mús - var aldrei viss) sem eru gæludýr lítillar stúlku en er einn daginn sturtað niður um klósettið og lendir í rottuheimum undir Lúndúnaborg. Þar kynnist gæludýrsrottan alvöru rottum og þar á meðal sætri stelpurottu sem er 'one tough cookie'. Þetta er svona nokkurs konar James Bond rottuheima.

Ég skemmti mér konunglega. Þrjár og hálf stjarna.

Little miss sunshine
Verð að minnast á þessa mynd sem ég sá einhvern tímann í haust. Myndin er um litla stelpu sem tekur þátt í fegurðasamkeppni barna, og um hennar ófullkomnu fjölskyldu. Bróðirinn er í þagnabindindi, faðirinn (Greg Kinnear) er með einhvers konar fullkomnunaráráttu á heilanum og er búinn að hanna einhvers konar tólf þrepa prógram um það hvernig maður eigi að fá það sem maður vill. Móðurbróðirinn (Steve Carell) þarf að vera undir eftirliti vegna sjálfmorðsáráttu og mamman (Toni Collette) á erfitt með að gera öllum til geðs. Að lokum er það afinn (frábærlega leikinn af Alan Arkin) sem er létt klikkaður. Saman keyrir þetta lið frá Arizona til Californiu (sem er svo sem ekkert ógurlega langt) og margt gerist á þeirri ferð.

Frábær mynd. Mæli eindregið með henni. Fimm stjörnur.

 Little Miss Sunshine pic


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband