Jazzhátíð í sannkölluðu sumarveðri
29.6.2008 | 08:23
Klukkan er eitt að sunnudagsmorgni og hitinn er um nítján gráður. Sumarið er loksins komið til Vancouver.
Ég labbaði niður á strönd um tvö leytið í dag (eftir að hafa sofið almennilega út - þó ekki til tvö)og labbaði eftir ströndinni frá Locarno strönd til Jericho og þaðan yfir í Kits. Þar hitti ég Lizu sem vinnur með mér hjá Vanoc og við tókum bát yfir sundið og niður í bæ þar sem í gangi er jazz hátíð. Frítt var inn og við hittum vini Lizu, settumst niður og hlustuðum á band sem kallast Way out west. Þeir voru nokkuð góðir. Ég gat þó ekki verið þarna lengi því ég þurfti að spila fótbolta í Burnaby klukkan sex, en eftir leikinn (sem tapaðist) fór ég aftur niður í bæ og hlustaði á band sem kallast Five Alarm Funk. Þeir voru magnaðir. Ég er ekki mikill jazz geggjari en þessir náungar voru snillingar. Og þeir eru héðan frá Vancouver.
Tónleikunum lauk um hálf tíu leytið og við Liza löbbuðum þá yfir í Kits og fengum okkur pizzu á Hells Kitchen.
Þetta er reyndar annar dagurinn í röð sem ég geri eitthvað með Lizu því í gær fórum við ásamt tveim vinkonum hennar á hafnarboltaleik. Vancouver Canadians spiluðu á móti liði frá Eugene í Oregon og var þeim gjörsamlega slátrað. Ég vissi að þeir væru lélegir en ekki svona lélegir. Leikurinn fór 8-0 sem þýðir að Vancouver náði ekki einasta hlaupi heim. Annars skiptir það ekki öllu máli. Aðalatriðið í hafnarboltanum er að sitja í sólinni, drekka bjór (þeir sem það gera og borða óhollan mat.
Á morgun ætla ég að fara með Mark og Línu eitthvert á pöbb að horfa á úrslitaleikinn í Evrópukeppninni. Síðar um daginn ætla ég svo að skella mér yfir á Gambier eyju að heimsækja Rosemary og Doug. Ég fæ nefnilega frí úr vinnunni á mánudaginn. Á þriðjudaginn er þjóðhátíðardagur Kanada og Vanoc ákvað að gefa öllum starfsmönnum frí í tilefni þess svo að við fáum fjögurra daga helgi.
Annars gáfu þeir okkur líka frí á föstudagseftirmiðdaginn. Skrifstofunni var lokað klukkan eitt. Allir fóru heim - nema ég. Ég sat þar til klukkan tvö vegna þess að ég hafði verið veik dagana á undan og var með svo mikinn póst í pósthólfinu að ég las ekki bréfið frá John forstjóra fyrr en ég var búin að lesa allt annað. Það var í lok bréfsins sem ég sá að öllum var gefið frí. Og ég sem hafði verið að fussa yfir kæruleysi allra að rjúka bara úr vinnu svona á miðjum degi. Já, klaufaskapurinn heldur áfram.
Annars vil ég að það komi skírt fram að ég er allt of þreytt til að vera að blogga en Sigurgeir, vinnuveitandi Gunna bróður, var farin að kvarta undan bloggleti minni svo ég gat náttúrulega ekki skorast undan því að skrifa eitthvað.
Nú vilja bara óska öllum gleðilegs sunnudags og ég vona að veðrið heima verði betra en að mér skilst að það hafi verið í dag.
Ég labbaði niður á strönd um tvö leytið í dag (eftir að hafa sofið almennilega út - þó ekki til tvö)og labbaði eftir ströndinni frá Locarno strönd til Jericho og þaðan yfir í Kits. Þar hitti ég Lizu sem vinnur með mér hjá Vanoc og við tókum bát yfir sundið og niður í bæ þar sem í gangi er jazz hátíð. Frítt var inn og við hittum vini Lizu, settumst niður og hlustuðum á band sem kallast Way out west. Þeir voru nokkuð góðir. Ég gat þó ekki verið þarna lengi því ég þurfti að spila fótbolta í Burnaby klukkan sex, en eftir leikinn (sem tapaðist) fór ég aftur niður í bæ og hlustaði á band sem kallast Five Alarm Funk. Þeir voru magnaðir. Ég er ekki mikill jazz geggjari en þessir náungar voru snillingar. Og þeir eru héðan frá Vancouver.
Tónleikunum lauk um hálf tíu leytið og við Liza löbbuðum þá yfir í Kits og fengum okkur pizzu á Hells Kitchen.
Þetta er reyndar annar dagurinn í röð sem ég geri eitthvað með Lizu því í gær fórum við ásamt tveim vinkonum hennar á hafnarboltaleik. Vancouver Canadians spiluðu á móti liði frá Eugene í Oregon og var þeim gjörsamlega slátrað. Ég vissi að þeir væru lélegir en ekki svona lélegir. Leikurinn fór 8-0 sem þýðir að Vancouver náði ekki einasta hlaupi heim. Annars skiptir það ekki öllu máli. Aðalatriðið í hafnarboltanum er að sitja í sólinni, drekka bjór (þeir sem það gera og borða óhollan mat.
Á morgun ætla ég að fara með Mark og Línu eitthvert á pöbb að horfa á úrslitaleikinn í Evrópukeppninni. Síðar um daginn ætla ég svo að skella mér yfir á Gambier eyju að heimsækja Rosemary og Doug. Ég fæ nefnilega frí úr vinnunni á mánudaginn. Á þriðjudaginn er þjóðhátíðardagur Kanada og Vanoc ákvað að gefa öllum starfsmönnum frí í tilefni þess svo að við fáum fjögurra daga helgi.
Annars gáfu þeir okkur líka frí á föstudagseftirmiðdaginn. Skrifstofunni var lokað klukkan eitt. Allir fóru heim - nema ég. Ég sat þar til klukkan tvö vegna þess að ég hafði verið veik dagana á undan og var með svo mikinn póst í pósthólfinu að ég las ekki bréfið frá John forstjóra fyrr en ég var búin að lesa allt annað. Það var í lok bréfsins sem ég sá að öllum var gefið frí. Og ég sem hafði verið að fussa yfir kæruleysi allra að rjúka bara úr vinnu svona á miðjum degi. Já, klaufaskapurinn heldur áfram.
Annars vil ég að það komi skírt fram að ég er allt of þreytt til að vera að blogga en Sigurgeir, vinnuveitandi Gunna bróður, var farin að kvarta undan bloggleti minni svo ég gat náttúrulega ekki skorast undan því að skrifa eitthvað.
Nú vilja bara óska öllum gleðilegs sunnudags og ég vona að veðrið heima verði betra en að mér skilst að það hafi verið í dag.
Athugasemdir
Og mér er einmitt boðið í veislu í kanadíska sendiráðinu á þriðjudaginn - gaman að þjóðhátíðardeginum sem sagt. Er hann alltaf frídagur um allt í Kanada, eins og sautjándinn okkar?
Berglind Steinsdóttir, 29.6.2008 kl. 10:15
heppin...brrr, það er 2 stiga hiti hérna núna...
alva (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 11:49
Berglind, ef Anna Blauveldt er enn sendiherra, skilaðu kveðju frá mér. Ég þekki hana ágætlega. Í hvaða tilefni er þér boðið? Og já, 1. júlí er frídagur um allt land.
AKÆ, ég heyrði frá mömmu og pabba í gær. Þau voru ekki mjög ánægð með veðrið heima heldur.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.6.2008 kl. 15:30
Hey, veðrið í höfuðborginni er gott, maður trúir því varla þannig að það er vissast að skrá það og fletta upp síðar.
Það er einmitt Anna Blauveldt sem býður mér sérstaklega og ég skal að mér heilli og lifandi skila kveðjunni ef mér gefst færi á því. Boðið er reyndar í Ráðhúsinu svo að öllu sé til haga haldið en ég hef heyrt frá vinum mínum í þýðingunum að það sé einstaklega gott að heimsækja þau í ráðuneytinu. Ég sýndi Önnu, mömmu hennar og bróður vinnustaðinn minn um daginn og þess vegna var ég sett á gestalistann ...
Berglind Steinsdóttir, 29.6.2008 kl. 22:52
Hæ hæ
Gaman að sjá að aðrir Íslendingar hafi notið djassins um helgina.
Ég er búin að vera hérna í Vancouver í ca. 2 ár og var að velta fyrir mér hvort ég mætti nokkuð spyrja þig nokkurra spurninga í sambandi við Kanada svona almennt?
keythorsdottir@eciad.ca
Katrín (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 21:47
Thetta er nu med lengri sunnudagsmorgnum -er thad ekki? Vonandi nyturdu fridaganna og gerir alveg endalaust eitthvad skemmtilegt. Kv fra stigvelinu, R og co
Rut (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.