Hitamolla og Vanocstrákar
3.7.2008 | 05:50
Ég hugsaði aldrei um rakastigið úti fyrir þegar ég bjó á Íslandi nema bara að því leyti hvort rigndi eða ekki. Kannski var þetta vegna þess að það var aldrei nógu heitt til þess að það skipti máli.
Um helgina fór hitinn hér hjá okkur líklega upp í 28 stig sem var bara nokkuð notalegt. Hann fór reyndar vel yfir þrjátíu í Fraser-dalnum en Kyrrahafið kælir okkur niður hér við ströndina. Í dag hafði hitinn lækkað en rakinn steig upp úr öllu valdi og mér fannst ég myndu stikna. Þetta átti við hvort tveggja útivið og í Vanoc-húsinu. Og þegar ég kom heim tók enn frekari molla á móti mér. Ég varð að fara inn í geymslu og draga fram kæliviftuna sem ekki hefur verið notuð enn sem komið er þetta sumarið. En nú er nauðsyn. Annars eru þrumur og eldingar úti. Gerðin sem kallast 'þurrar eldingar' enda fylgir þeim engin rigning. Hefði svo sem verið ágætt að fá smá bunu til að losa sig við þessi ský. Líklega rignir í nótt.
Að öðru máli. Vinkona mín sagði um daginn að það væri ekki gott að gera sig of mikið til við strákana í Vanoc þótt þeir séu sætir. Hefur líklega eitthvað með það að gera að skíta ekki þar sem maður étur. Aðallega þó vegna þess að vinnustaðasambönd verð erfið ef upp úr þeim slitnar. Mér fannst þetta náttúrulega ansi skítt þar sem staðurinn er uppfullur af áhugaverðum karlmönnum og liðið er rúmt ár síðan við Martin hættum saman. Eftir mikla umhugsun komst ég að þeirri niðurstöðu að ég gæti látið strákana í háhýsinu vera, enda vinn ég þar, en ég get alveg skoðað þá sem vinna í lághýsinu! Fín lausn, ekki satt???
Og nú ætla ég í kojs. Tilkynni frekari frestun á Gambier frásögn.
Athugasemdir
Thu ert eitursnjoll...nu held eg ad vinkona thin geti ekki annad en samthykkt ad thetta se thjodrad ...vonandi bara ad thad seu spennandi strakar i laghysinu !!!
Samhryggist thin annars vegna hitamollunnar. Eg thekki thetta vel eftir 5 ar i Pavia, thar sem haegt er ad skera a hitamolluna (og vetrar-rakann ef uti thad er farid) med hnif....ekki sofandi fyrir andskotanum og hugsanirnar faedast allar halfar og fatladar vegna astandsins! Vonandi hreinsadi thrumuvedrid andrumsloftid hja ther og thu tharft ekki ad sofa i fadmlogum vid morgaesina thina (kaeliviftuna).
Rut (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 13:38
Já, ég er eitursnjöll. Sérstaklega vegna þess að lághýsið er uppfullt af karlmönnum. Þar eru tölvugæjarnir, íþróttagæjarnir o.s.frv. Já, þetta er úthugsað.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 3.7.2008 kl. 14:32
Sæl. Tek undir orð Rutar, þú ert eldklár
Ég var að kíkja á færsluna um Kanadadaginn í Vancouver og svo kommentið frá Rut. Fannst skondið að það komu upp tvö staðarnöfn frá sitthvoru landinu sem ég hef verið með í kollinum undanfarið, af ólíkum ástæðum þó. Ég var sem sagt í bréfaskiptum við Andreu Hjálms sem er að læra í Vancouver og svo er ég að fara á ráðstefnu í Pavia í haust og er að skrifa pappír fyrir hana.
Stundum er þessi bloggheimur dálítið skondinn
Annars - hafðu það sem best
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.