Helgin í myndum

Það er alltaf langt best að sýna fólki hvað maður gerir í stað þess að segja bara frá því. Þess vegna set ég hér inn nokkrar myndir frá undanförnum dögum.

Evrópumótið í fótbolta

Lína, Mark og ég fórum niður á Library Square sem er fótboltabar við hliðina á aðal bókasafni borgarinnar. Þar var algjörlega pakkað út úr dyrum og voru aðdáendur Spánar í meirihluta þótt ekki hafi munað svo miklu.

 Eurocup 2008    Watching the game

 

Jazzhátíð

Eftir að fótboltaleiknum lauk fórum við niður á David Lam túnið og hlustuðum aðeins á jazz.

 Cooling down

Jazzfest   Me and Mark sunbathing

 

Horseshoe Bay (Skeifuvík)

Seinni part dags fór ég yfir í Skeifuvík þaðan sem ég tók taxa yfir í Gambier eyju til Dougs og Rosemary.   Búið að er að skreyta ferjurnar hér með Ólympíumyndum sem gerði mig óneitanlega stolta.

 Speed skating on the ferry   Saying goodbye

Best var þó skiltið sem ég sá niðri við bryggjuna þar sem fiskar voru bannaðir!!! Skyldu þeir kunna að lesa? Ég held reyndar að enginn hafi verið svona heimskur. Einhver var búinn að skrapa -ing af skiltinu sem upphaflega hafði því bannað fiskveiðar en ekki fiska.

 

No fish

Og hér  er að lokum mynd af Doug og Rosemary.
 
 Rosemary and Doug

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Lína og Mark að horfa á fótbolta. Svolítið spaugilegt! Eða er þetta kannski orðið þreytt? hehe

Hjördís Þráinsdóttir, 4.7.2008 kl. 13:44

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Haha. Ég hafði ekki einu sinni hugsað út í það!  EN nei, þetta er ekki orðið þreytt því Lína og Mark höfðu aldrei áður horft saman á fótbolta.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.7.2008 kl. 15:41

3 identicon

Godur punktur Rokksokkur! Eg vildi annars bara kommentera a thad hvad thu litur vel ut a myndinni med linu og mark -geislar af lifsorku og anaegju :) afram svona stina og tha bradna allir saetu strakarnir i laghysinu

Rut (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 19:11

4 identicon

Maður er orðinn svo útlenskur að ég skildi ekki djókinn fyrr en eftir ítrekaðan lestur. Bið að heilsa Mark, það var mjög gaman að hitta hann.

AuðurA (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband