Liðið mitt er að hrynja

Fyrsti júlí var mikill dagur í lífi hokkíáhugamanna en þann dag fer í gang kaup og sala á þeim leikmönnum sem lausir eru undan samningum. Áhangendur Vancouver Canucks höfðu miklar vonir um að eitthvað frábært myndir gerast fyrir liðið þennan dag. Við höfum besta markmann í heimi, frábæra vörn en sókn í meðallagi. Aðalatriðið var því að bæta við einum eða tveim frábærum sóknarmönnum því þá myndi liðið eiga góða von um að verða eitt af betri liðunum deildarinnar.

En dagurinn rann upp og morguninn leið án þess að nokkrar fréttir heyrðust frá Kanúkum. Seinni partinn og um kvöldið heyrðist að við hefðum bætt við nokkrum fjórðulínuleikmönnum en engum stórfisk. Einu vonarfréttirnar voru þær að við buðum Mats Sundin, besta leikmanni Toronto, tveggja ára samning fyrir 20 milljónir dollara. Ef hann tæki boðinu yrði hann hæst launaði leikmaður deildarinnar.

En ekkert svar kom frá Sundin og daginn eftir sagðist hann stoltur yfir boðunum sem hann hefði fengið en hann væri ekki tilbúinn til þess að taka ákvörðun.

Því tók við bið.

En þetta er ekki öll sagan. Það var nefnilega ekki nóg að engum stórfisk væri bætt við - í gær kom tilkynning um það að Markus Naslund, sem hefur skorað fleiri mörk fyrir Canucks en nokkur annar leikmaður liðsins hefur áður gert, hefði gert samning við New York Rangers. Sögur segja einnig að Brendan Morrison, annar markaskorari, muni að öllum líkindum yfirgefa félagið líka.

Staðan í vetur var sú að við vorum með besta markmanninn, frábæra vörn (þegar strákarnir voru heilir heilsu) - en sókn í meðallagi. Planið var að taka á vandamálinu í sumar og bæta við einni eða tveim stórskyttum. Og í staðinn höfum við misst (að öllum líkindum) tvo af topp-sex skyttunum.

Markus Naslund. Takk fyrir dvölina í Vancouver.

 

Markus Naslund - liðið mun ljókka við brotthvarf hans.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Ég vona að þið náið að landa einhverjum flottum fljótlega, ekki má liðið ljókka meira!

Mummi Guð, 8.7.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband