Verslunarferðin mikla, fótbolti og matur

Ég er viss um að þið hafið öll séð bíómyndir og sjónvarpsþætti þar sem aðalpersónan fer í verslunarferð með vinum sínum og svo eru sýnda endalaus atriðið þar sem viðkomandi pósar í mismunandi fötum og vinirnir gefa álit sitt. Þetta gerði ég í gær. Akimi og Nicole frænka hennar fóru með mig að versla. Mig vantaði meira af fötum fyrir vinnuna. Þær tvær eru atvinnumanneskjur. Þær völdu heilan haug af fötum og svo var ég sett inn í mátunarklefa og rétt fékk að fara út úr honum til að sýna þeim útkomuna. Eftir sirka tvo klukkutíma og líklega fimmtíu fataskiptir yfirgáfum við staðinn með stóran poka af fötum og ég mun fátækari. Til að halda upp á það fórum við svo og fengum okkur sushi.

Þetta var annars mikil fótboltahelgi því ég lék tvo leiki með innanhússliðinu mínu - gegn sama liðinu. Við skiptum með okkur stigum - við unnum í gær og þau unnu í dag.  Í bæði skiptin fórum við á veitingastaðinn fyrir ofan fótboltasalinn á eftir og slöppuðum af. Mér líkar vel við þetta fólk. Stelpurnar eru flestar úr utanhússliðinu mína, alla vega þær sem koma upp á eftir, en strákarnir eru flestir af Portúgölskum ættum og eru flestir frændur eða vinir þjálfarans míns. Það þýðir að þeir eru nokkuð blóðheitir sem ekki kemur sér alltaf vel á vellinum, en þetta eru skemmtilegir strákar og það er gaman að þeim.

Í morgun fór ég svo í brönns með Elli sem vinnur með mér (það er hún Elli ekki hann). Hún bauð líka Lizu og svo vinkonu sinni sem ég hafði aldrei hitt áður. Ég er mikill brönns-aðdáandi svo þetta var auðvitað frábært. Fékk mér Eggs Benedict....mmmm...ég slefa bara við tilhugsunina. Er orðið hægt að fá svoleiðis á Íslandi? Ég veit alla vega að ég fékk aldrei slíkt gúmmulaði áður en ég flutti til Kanada. Já, það er margt hært að læra af öðrum samfélögum.

Og nú er ég farin í ból! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Það er aldeilis útstáelsi og sport á þér frænka!  Er ekki sjóðandi heitt núna í Vancouver?

Svo er spurningin: Hversu hært samfélag er kanadískt samfélag?

Sigurjón, 7.7.2008 kl. 23:56

2 identicon

oooo æði að fá svona professional vinkonur í verslunarferð og örugglega ekkert smá gaman!

Nebbs, þetta Eggs Benedict þekkist ekki hérna, held ég. ...en systir mín á svona heimaeggjabú ( fullt af hænum í sveitinni hennar )...lumar þú á hugmyndum fyrir okkur, t.d Eggs Benedict? Það væri gaman að prófa eitthvað nýtt...  

bestu kveðjur

alva (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband