Talað fyrir fullum sal karlmanna
10.7.2008 | 06:11
Það var stór dagur hjá mér í vinnunni í dag. Ég þurfti að halda erindi yfir öllum íþróttadeildum Vanoc um hlutverk okkar í tungumálaþjónustunni. Ég eyddi miklum tíma í að gera almennilega Power Point kynningu, æfði mig vel og dressaði mig svo upp. Setti meira að segja á mig varalit sem ég nenni sársjaldan að gera.
Ég var pínulítið stressuð en ekki mikið enda er ég svo sem vön að tala fyrir framan fjölda manns. Og af því að ég undirbjó mig vel var þetta ekkert mál. Ég hélt mig innan tímamarka og mér var sagt að ég hafi bæði verið skýr og skemmtileg. Kiara sem vinnur með mér bætti því við að allir karlmennirnir hefðu verið yfir sig hrifnir (enda fór ég í blússu sem sýndi D-stærðina vel) og að sumir þeirra hafi brosað svo mikið að ég hefði getað látið þá éta úr lófanum á mér. Hey, ekki amalegt það. Og svo þegar ég var að fara fékk ég þetta fallega bros frá luge-framkvæmdastjóranum og þetta fína blikk.
Hey, maður getur nú ekki beðið um meira! Og samt mun ég fá meira því fljótlega mun ég fá að funda með öllum framkvæmdastjórum íþróttagreina (einum og einum) sem ætti nú ekki að vera amalegt.
Á föstudaginn er svo golfkeppni fyrirtækisins. Ég auðvitað með þótt ég hafi varla tekið upp kylfu síðan ég var 22 ára. Allt upp á félagsskapinn.
Athugasemdir
Þetta hefur verið flott kynning hjá þér, heyrist mér.
Marinó Már Marinósson, 10.7.2008 kl. 16:27
Enginn vafi a ad kynningin var flott hja ther -ther er sko ekki fisjad saman stelpa. En thad er spurning hvort aherslurnar voru rettar!!!! Ef einhverjar ithrottagreinar lenda i mega-tungumalabasli a medan a leikunum stendur gaeti einhverjum dottid i hug ad kenna D-skalunum thinum og theim fjolublaa um.....!!!
Rut (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 17:59
Ef ég væri karlmaður að vinna með þér þá myndi ég flörta við þig og strjúka á þér bossann allann daginn.
Allavega ef ég vissi hvernig þú talaðir um vinnuna á netinu.
Ari (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 18:55
Mikið held ég að þetta hafi verið góð upplifun hjá þér. Þó ég hafi svo sem ekki talað frammi fyrir svona fjölda eins og þú þá samt. Og það er svo góð tilfinning þegar maður er vel undirbúinn og öruggur. Til hamingju með þetta.
Anna Guðný , 10.7.2008 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.