Heitir skór og bindi
11.7.2008 | 05:30
Fyrstu vikuna sem ég vann hjá Vanoc var ákveðið að fimmtudagar yrðu framvegis Hot shoe Thursdays. Allar stelpurnar mættu þá í sínum kynþokkafyllstu skóm og sumir voru alveg dásamlegir. Myndir voru teknar og settar í albúm. Þetta hefur haldist í þennan rúma mánuð síðan ég hóf vinnu en færri og færri muna þó eftir deginum. Ég held að við ættum bara að gera þetta einu sinni í mánuði og minna alla á það á miðvikudögum. Ég er alla vega löngu hætt að muna eftir að koma í sexí skóm á fimmtudögum. En það breytir svo sem engu því ég á hvort eð er enga sexí skó.
Fyrsta fimmtudaginn mætti Boris í sínum bestu strigaskóm og heimtaði að mynd yrði tekin af þeim. Sérstaklega af því að það var dreki á botninum. En honum var neitað. Skórnir voru flottir en ekki sexí.
Francois og Bas fannst að þeir strákarnir gætu nú ekki verið svona út undan svo þeir ákváðu að hafa sexí-bindis-þriðjudaga. Nú mæta þeir flottir með bindi á þriðjudögum.
Þetta er frábær vinnustaður.
Athugasemdir
Er thad bara imyndun hja mer, eda er akvedinn raudur thradur gegnumgangandi i starfsandanum hja ykkur? Vinnustadur hladinn spennu. Thetta verda tha liklega sexy olympiuleikar...eda hvad?
Gangi ther annars vel i golfinu, thu ferd bara i flegna munderingu og tha eru strakarnir ur leik, og thu hlytur ad mala stelpurnar...
Rut (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 17:18
Nei, það er engin ímyndun hjá þér. Hef ekki hugmynd um hvernig við ætlum að halda ólympíuleika. Allur tími fer í að skoða hitt kynið og að leika sér í íþróttum. Þegar Akimi sótti mig í dag í golfið þá var hópur fólks fyrir utan að spila blak. Annar hópur var á leið í golf. Hún spurði: Vinnið þið einhvern tímann? Nei.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 12.7.2008 kl. 06:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.