Þið verðið að sjá þetta

Hafið þið heyrt um McGurk áhrifin? Alveg ótrúleg sjónblekking. Sýnir með óyggjandi hætti hversu mikið við notum sjónina við að hlusta á aðra; þ.e. við notum varalestur.

Ég ákvað að búa til mína eigin McGurk mynd. Hér er það sem þið þurfið að gera. Horfið á mig tala og myndið ykkur skoðun á því sem ég segi. Þegar þið eruð viss um hvað það er sem ég er að segja, lokið þá augunum og hlustið á mig án þess að horfa á mig. Segi ég enn það sama?


 

Ég vona að mér hafi tekist að klippa þetta nógu vel saman til að þið getið séð áhrifin. Hvað er í gangi? Jú, ég tók upp á vídeó sjálfa mig segjandi annars vegar 'map' og hins vegar 'tap'. Síðan setti ég hljóðið frá 'map' yfir myndina af 'tap'. Útkoman verður því samblanda af báðu. Þið heyrið 'map' en sjáið mig segja 'tap'. Það sem gerist í heila ykkar er að þið treystið hljóðinu í því að þið heyrið nefhljóð en þið treystið sjóninni með það hvar hljóðið er myndað. Og af því að þegar ég segi 't' þá er tungan og kjálkinn í sömu stöðu og þegar ég segi 'n' og þess vegna haldið þið að ég sé að segja 'n' en ekki 'm'. 'm' er jú myndað með því að loka vörunum. Þetta þýðir að ef þið hélduð að ég væri að segja 'nap' en ekki 'map' þá voruð þið að lesa af vörum mínum. Það fyndna við þetta er að þetta breytist ekkert þótt þið vitið hvað ég er að segja. Þegar ég horfi á þetta sjálf finnst mér ég vera að segja 'nap' jafnvel þótt ég hafi sjálf tekið þetta upp og þótt ég viti að ég sagði aldrei 'nap'. Eingöngu 'map' og 'tap'. Skemmilegt? Svona getur hljóðfræði verið athyglisverð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband