Riddaramennskan lifir enn (alla vega í Kanada)
24.7.2008 | 04:34
Mér þykir ákaflega leitt að riddaramennska er að mestu horfin karlmönnum. Sumir segja að það hafi með kvenréttindabaráttuna að gera en ég sé í raun ekki tengslin. Mér finnst allt í lagi að karlar haldi áfram að sýna konum riddaramennsku þrátt fyrir að konur vilji nú fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Og ég get lofað því að karlmenn sem sýna konum ennþá slíka virðingu fá svo sannarlega viðurkenningu fyrir.
Einn af kurteisustu mönnum sem ég þekki vinnur með mér, Francois. Bakgrunnur hans er í kanadísku utanríkisþjónustunni og hann er fransk-kanadískur að auki. Hann kann að láta konum líða eins og prinsessum. Enda finnst okkur öllum dásamlegt að umgangast hann. Við skruppum í kaffi eftir hádegið í dag. Rákumst á Boris og Rinu sem vinna með okkur niðri í anddyri svo við fórum fjögur saman. Boris er frá Hvíta Rússlandi og er í læri hjá Francois (eða við segjum það). Hann sagðist alla vega fylgjast vel með honum svo hann geti komið eins fallega fram við konur.
Við Rina ætluðum ekki að fá okkur neitt, vildum bara fá okkur göngutúr út á kaffihús. En það fannst þeim félögum nú ekki nógu gott. Rina gaf strax inn svo Boris keypti handa henni kaffi. Ég sagðist hafa það fínt og þyrfti ekki neitt en gaf loks eftir og þáði chai latté. "Og ég borga það" sagði Francois. "Nei nei" sagði Boris og svo deildu þeir um það hver fengi að borga. Við Rina ákváðu að það væri fínt að fara með þeim í kaffi.
Það tók lengri tíma að fá kaffið okkar Rinu svo við biðum eftir því inni en Boris og Francois fóru út og fundu handa okkur borð. Þegar við Rina komum út þá ruku þeir báðir upp og drógu fram stólana fyrir okkur. Francois hafði vinninginn því hann stóð fyrir aftan mig þangað til ég settist og ýtti stólnum nær, eins og á að gera þetta. Boris varð að viðurkenna að hann væri ekki alveg búinn að ná þessu.
Þegar við löbbuðum til baka þá pössuðu þeir sig að sjálfsögðu á því að halda dyrunum opnum fyrir okkur, og ekki þannig að þeir gangi í gegn og haldi svo í hurðina - nei, það rétta er að opna dyrnar, halda þeim opnum og ganga svo í gegn á eftir okkur.
Jamm svona er riddaramennskan í Kanada og mér finnst það voðalega sætt. Reyndar stríddum við Boris og Francois á því að þeir væru ábyggilega ekki eins miklir herramenn við konurnar sínar og þeir hlógu bara.
P.S. Þessi færsla um karlmenn er sérstaklega sett inn fyrir Rut því henni fannst hormónarnir vera alls staðar í skrifum mínum undanfarið og ég vildi ekki láta líða of mikinn tíma á milli svo hún færi ekki að draga rangar ályktanir!!!
P.S. Það er hugsanlegt að ég tali mikið um Boris og Francois en það er bara vegna þess að þeir tveir ásamt Bas (sem er nú í Bejing) eru einu karlmennirnir í deildinni okkar og því umgöngumst við þá óvenju mikið. Boris er að auki einn minna nánustu samstarfsmanna og við höfum tekið Francois að okkur á meðan Bas er í Kína svo honum leiðist ekki því þeir vinna bara tveir saman öllu jöfnu.
Athugasemdir
Kvennabaráttan er búin að taka alla svona takta úr íslenskum karlmönnum, Ef einhver vogar sér að láta svona við íslensk kvenfólk, á íslandi, þá er hin sami stimplaður kvennaflagari, sem hugsar um ekkert nema að komast uppá viðkomandi kvenmann.
Runi (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 10:53
Hvaða viðurkenningu fékk svo Francois frá þér eftirá ?
;)
Fransman (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 11:48
Ef það er rétt hjá þér Rut þá er það konum að kenna að karlmenn eru hættir að láta svona. Þvílík viðurkenning.
Fransman, held að hann hafi bar fengið bros. Maðurinn á konu.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 24.7.2008 kl. 13:36
Takk fyrir ad blogga serstaklega fyrir mig -eg er hraerd (og buin ad lata af kenningu sem eg var ad smida i tilefni bloggleysis fra ther i nokkra daga). En thu matt ekki eigna mer oll komment sem eru skrifud hja ther...eg hef engar kenningar um hversvegna konur a islandi tulka kurteislega framkomu karlmanna sem tilraun til ad komast uppa thaer...
Rut (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 14:55
Úps, sorry Rut. Þetta átti að segja Runi en ekki Rut. Nú veistu bara hversu mikið ég hugsa um þig.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.7.2008 kl. 16:11
Rut (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 18:51
Það munar ekkert um það...maður er bara alvarlega farinn a´íhuga flutninga til Kanada sko..
Góða helgi!!
alva (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 01:51
Sigrún Jónsdóttir, 26.7.2008 kl. 19:13
Gaman að þessu. Einhverju sinni var sagt að kurteisi kostaði ekkert nema smá fyrirhöfn. Það er líklega rétt.
Kveðja frá Klakanum.
Sigurjón, 27.7.2008 kl. 16:31
Ég held það sé alveg rétt hjá þér Sigurjón. Hér í Kanada er fólk almennt miklu kurteisara á en á Íslandi og í hvert sinn sem ég kem heim fer ég í sjokk yfir því hversu lítið Íslendingar gera í því að sýna öðrum kurteisi. Það að segja afsakið er til dæmis ekki beinlínis ofnotað.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 27.7.2008 kl. 19:25
Er thessi bloggthogn utpaeld til ad fa mig til ad fa akvednar hugmyndir? eda hefurdu ekki verid ad fast vid neitt mark- og bloggvert sidustu daga? Eg bid eftir yfirlysingu!
Rut (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 12:34
Það var nú aðallega það að bloggið var lokað í allan gærda svo ég gat ekkert skrifað. Ég þarf annars við tækifæri að skrifa um flugeldasýninguna á laugardaginn og letina á sunnudaginn. Það var svo sem ýmislegt bloggvert í gangi en ekkert markvert. Næ þér á Skype einhvern þessa daga og segi þér frá ýmsu skemmtilegu á Vanoc sem er ekki blogghæft að neinu leyti.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.7.2008 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.