Icebank! Hvaða vitleysa er þetta eiginlega
24.11.2006 | 03:03
Einu sinni voru til lög um að ekki mætti nota erlend fyrirtækjanöfn. Sumum fannst það asnalegt en ég verð að segja að mér þykir þetta enn asnalegra. Hvers vegna heitir íslenskur banki Icebank? Ef hann ætlaði eingöngu að vera á erlendum markaði gæti ég svo sem séð það, en samkvæmt fréttinni í Mogganum á þetta að vera "banki á fyrirtækjamarkaði með áherslu á langtímalán og gjaldeyris- og afleiðsluviðskipti við fyrirtæki, fagfjárfesta og aðra umsvifamikla viðskiptavini." Og því þá ekki Ísbanki? Ég held að fólk sé að verða klikkað. Þetta er svipað og að allir fjármagnshópar þurfa núna að heita eitthvað-group. Ég hef aldrei haldið að íslenskan sé að fara til andskotans en svei mér þá, um leið og slakað var á lögum um íslenska tungu (mannanöfn, þetta) virðast allir hlaupa upp til handa og fóta og fara að nefna börn og fyrirtæki útlendum nöfnum eða ónefnum. Ég verð að segja að mér þótti staðan miklu betri áður fyrr þegar haldið var í höndina á fólki með þetta. Og hvers vegna? Vegna þess að fólk virðist hreinlega ekki bera nógu mikla virðingu fyrir íslenskri tungu.
Nafni Sparisjóðabankans breytt í Icebank | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sparisjóðirnir voru síðasti íslenski bankinn sem ég bar einhverja virðingu fyrir. And then there were none.
Villi Asgeirsson, 24.11.2006 kl. 09:08
Held að þeir séu bara að halda möguleikanum opnum á að fara erlendis. Dálítið mikið mál að skipta um nafn á svona fyrirtæki ef þeir ákveða kannski eftir 5 ár að fara í útrás. Mér finnst þetta algjörlega eðlilegt :)
Hjalti (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.