Flugeldasýning

Hér í Vancouver er skemmtileg keppni haldin á hverju ári en það er flugeldakeppni. Þá keppast þrjú lönd um  að skemmta okkur sem best með ljósadýrð í himinloftunum, fagmannalega tengdri vel valinni tónlist, og lokakvöldið koma svo allir saman til að gera sýninguna sem magnaðasta. Kanada er alltaf eitt þátttökulandanna og yfirleitt er Kína líka í hópnum. Hvert þriðja landið er breytist frá ári til árs.

Að þessu sinni voru það Bandaríkjamenn sem fengu að taka þátt og þeirra kvöld var síðastliðinn laugardag. Það má segja það með Bandaríkjamenn að þeir klikka sjaldnast þegar keppni er annars vegar. Þeir tóku ekki upp á því nú fremur en endranær. Sýningin var hreint mögnuð og hér má sjá nokkrar myndir sem ég tók. 

Fireworks5 Fireworks9

 Fireworks7  Fireworks8

 Fireworks6  Fireworks4

Fireworks2  Fireworks3

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við höfðum annars konar ljósashow hér í Osló í gær og nótt, en þá kom "þrumuveður aldarinnar" sem varði í fleiri klukkutíma! Ég hef aldrei séð annað eins, en er sem betur fer ekki illa við þrumur og eldingar, þá hefði ég líklegast eytt nóttinni undir rúminu.. Flott nýja "lúkkið" á síðunni þinni

Helga Fanney (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband