Skriða fellur á aðalveginn til Whistler
31.7.2008 | 20:15
Þótt Ólympíuleikarnir 2010 verði haldnir í Vancouver að orðinu til þá mun stór hluti leikanna fara fram í Whistler, í rúmri tveggja klukkutíma fjarlægð norður af borginni. Þar munu allar norrænu greinarnar fara fram, svo og hinar hefðbundnari alpagreinar. Skíðafimin, ásamt snjóbrettakeppnum, fara fram í Cypress fjalli hér í Norður Vancouver.
Síðastliðin ár hefur farið fram gífurleg vinna við breikkun vegarins til Whistler enda ótrúlegur fjöldi sem mun þurfa að fara þarna um. Vegurinn var mjór og bugðóttur þegar ég flutti hingað fyrst. Hugsið ykkur ef tugir þúsunda bíla þyrftu að keyra Hvalfjörðinn á hverjum degi. Ef árekstur verður lokast leiðin. Því er þessi breikkun svo mikilvæg. (Sjálf vildi ég láta þá byggja upp lestarteinana sem þegar eru til og senda bara liðið upp með lestunum - loka veginum nema fyrir nauðsynlega umferð).
Í fyrra kvöld minnti náttúruna hins vegar á það að fleira kemur til en bara umferðarþungi. Hluti klettabeltis rétt sunnan við Squamish hreinlega hrundi niður og beint á veginn. Talið er að það muni taka fimm daga að hreinsa leiðina áður en hægt er að opna fyrir umferð aftur. Á meðan þurfa allir að keyra norðurleiðina, í gegnum Lilloet, og í kringum fjallgarðinn. Tveggja klukkutíma ferð verður því að átta klukkutíma ferð.
Hvað ef þetta gerist á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir???
Athugasemdir
shit!! hmm En hérna þegar ég var síðast í Whistler þá sagði mér maður að það myndu líka fara ferjur þarna upp eftir!!??!
Hrabba (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.