Hryllingur í Kanada
1.8.2008 | 18:32
Úff, ljótar fréttir sem við fengum hér í Kanada í morgun. Algjör hrollvekja.
Í rútu frá Edmonton til Winnipeg gerðist sá hryllingur að einn farþeginn dró upp hníf og stakk sessunaut sinn ítrekað og...skar síðan af honum höfuðið.
Þeir þekktust ekkert og höfðu ekki einu sinni talast við. Fórnarlambið var tvítugur strákur sem sat bara í sakleysi sínu og hlustaði á tónlist í gegnum heyrnartól.
Þið getið ímyndað ykkur viðbrögð hinna farþeganna og ekki bætti morðinginn úr því eftir að hann skar höfuðið af stráknum þá hélt hann því upp til þess að sýna öðrum farþegum.
Það greip um sig algjört brjálaði, sumir voru ælandi, aðrir öskrandi (ekki hissa á því). Fólkið þusti út úr rútunni og bílstjórinn og annar stóðu svo við dyrnar með öll handhæg vopn (skiptilykil og kúbein held ég) og meinuðu manninum útgöngu. Hann reyndi að koma rútunni í gang en bílstjórinn hafði tekið eitthvað úr sambandi svo það gekk ekki. Svo hann stóð í dyragættinni veifandi höfðinu af dauðum stráknum. Þannig var hann þegar lögreglan kom á vettvang.
Úff. Maður getur víst hvergi verið öruggur. Brjálæðingar geta leynst í hverju horni!
Athugasemdir
Já, þetta rataði í blöðin hér líka. Þvílíkt ógeð, þetta er bara eins og sena úr hryllingsmynd frá 7. eða 8. áratugnum..
Helga F (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 09:02
Fardu nu ad lata heyra i ther aftur...eftir svona hryllingsblogg hefur obodud blogghvild engin roandi ahrif a trygga lesendur!
Rut (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 11:03
Þetta er viðbjóðslegt og ótrúlegt að það sé til svona vont fólk.
Mummi Guð, 4.8.2008 kl. 21:36
Ég hef greinilega verið alveg útúr kortinu seinustu vikuna!
En oj barasta, það er ekki í lagi með svona fólk.....
Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.8.2008 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.