Stórhríð og Rolling Stones í Vancouver

Það er farið að snjóa. Eftir alla rigninguna undanfarið hefur hitastig hrapað nóg til þess að rigningin falli nú í öllu fastara formi. Þetta gerist kannski tvisvar á ári. Gallinn er að þegar snjóar fer allt í köku. Strætó hættir stundum að ganga því þeir eru ekki með nagladekk eða vetrardekk og borgin er hæðótt. Og þeir sem voga sér út kunna ekki að keyra í hálku og lenda í árekstri. Og hvað geri ég ef Strætó hættir að ganga í kvöld? Ég þarf að fara niður í bæ því í kvöld fer ég á tónleika með ROLLING STONES!!!!!!!! Ég segi ykkur frá þeim annað hvort í nótt þegar ég kem heim eða á morgun ef ég er of þreytt þegar ég kem heim!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband