Spennandi tvær vikur framundan

Ólympíuleikarnir voru settir átta mínútum yfir fimm í morgun að Vancouver tíma - allt of snemma fyrir mig. Ég vaknaði reyndar um hálf sjö leytið og fór í vinnuna þar sem búið var að koma upp stórum kvikmyndaskjá og þar var opnunarathöfnin sýnd (tveim og hálfum tíma á eftir) og boðið var upp á kínverskan morgunverð. Á minni skjám mátti svo sá athöfnina í rauntíma.

Þarna var margt flott en ég verð að taka undir það með Lizu, vinnufélaga mínum, að það var ekki oft sem maður tók andköf af hrifningu. Það var helst að tendrun Ólympíueldsins hafi verið mögnuð.

Það var býsna skemmtilegt að horfa á athöfnina með starfsmönnum Vancouver Ólympíuleikanna enda eiga flestir hér það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á leikunum. Það var þó aðeins tvisvar sinnum sem salurinn klappaði, fyrst þegar kanadísku íþróttamennirnir gengu inn á leikvanginn, og hins vegar þegar Ólympíueldurinn var tendraður. Ég sá aldrei íslensku keppendurnar ganga inn. Ég veit ekki hvort þeir gengu á svæðið á meðan hér var auglýsingahlé eða hvort þeir voru bara ekki komnir inn þegar ég þurfti á fund klukkan hálf tíu. Vegna kínverska stafrófsins hafði ég ekki hugmynd um hvenær þeir væru væntanlegir. Ætli ég geti ekki kíkt á íslensku fréttirnar og séð þetta þar.

Veit annars einhvern hvort er að sjá handboltann á netinu? Ekki í gegnum RÚV heldur í gegnum einhvern annan veg. Ég mun pottþétt ekki geta séð hann hérna.

En Ólympíuleikarnir eru hafnir. Enn spennandi.


mbl.is Ólympíuleikarnir settir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband