Frábær sigur Íslands

Fyrsta handboltaleik Íslands á ÓL 2008 er lokið með sigri íslensku strákanna. Þetta er að sjálfsögðu frábær árangur og ég vona að Íslendingar skilji hversu ótrúlegt það er í rauninni að svona lítið land skuli standa sig svo vel í félagsíþrótt. Við erum ekki nema rúmlega 300.000 og við erum með eitt af bestu handboltaliðum heims. Magnað.

Ég gat ekki séð leikinn því hér vestra horfir enginn á handbolta, eins og ég hef kvartað undan áður. Nú er verið að sýna strandblak á einni stöðinni og vatnspóló á annarri. Enginn handbolti. Og ekki er hægt að horfa á íslensku útsendinguna þegar maður er erlendis. En sem betur fer fékk ég að fylgjast með stöðunni á mbl.is því þeir uppfæra stöðuna á þrjátíu sekúndna fresti. Takk fyrir það.

Ég spurði annars um daginn hvort einhver vissi um stað á netinu þar sem hægt væri að horfa á leikina, en fékk ekkert svar. Ég spyr því aftur? Getur ekki einhvern sagt mér hvernig ég get horft á handboltaleiki á netinu? 


mbl.is Ísland lagði Rússland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Okkur tókst að horfa á seinni hlutann af leiknum eftir mikið vesen að tengjast tölvu á Íslandi og láta þannig eins og við tengjumst rúv.is gegnum íslenska nettengingu.

Annars byrjuðum við á því að hlusta á lýsingu á leiknum á Rás 2. Það er skárra en ekkert.

Halldóra (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 17:40

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ah. Lýsing á RÚV. Ég hefði átt að hugsa út í það. Hlusta næst.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 10.8.2008 kl. 19:02

3 identicon

Ég náði ekki að sjá leikinn en auðvitað er gaman þegar Ísland vinnur. Ég vona bara að þeir haldi áfram. Það er ekki fjöldinn sem skiptir mestu máli í mínum huga, heldur efniviðurinn og hann getur komið úr fámennum hópi sem og margmennum. Íslendingar eru hátt skrifaðir í handboltaheiminum.

Hef því miður engar upplýsingar um útsendingar... en Halldóra virðist hafa náð að tengjast íslenskri tölvu og þannig horft á leikinn... getur þú það ekki einhvern veginn?

Vona annars að þú hafir það gott - bestu kveðjur frá Akureyri

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 23:29

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

'Eg held að eina leiðin til að horfa á íslenska sjónvarpið sé að einhver heima komi sér upp einhverju boxi og maður fái svo lykilorðið að því. Mamma og pabbi rétt svo kunna að senda tölvupóst svo ég held að þau fari nú ekki að koma sér upp tæknigræjum til að horfa á sjónvarpið á netinu. 'Eg verð bara að sætta mig við það að sjá engan handbolta.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 11.8.2008 kl. 23:42

5 Smámynd: Róbert Björnsson

Komdu sæl,

Veit ekki hvort það virkar norðan landamæranna en við hér í Bandaríkjahreppi getum horft á alla handboltaleikina á www.nbcolympics.com/handball

Þar smellirðu á Results and Schedules og svo á "rewind" ef leikurinn er búinn.  Þá þarf maður að hlaða inn litlu "add on" forriti fyrir browserinn og svo er maður beðinn um að stimpla inn zip code og nafnið á kapalfyrirtækinu sínu (væntanlega útaf réttindamálum)...þetta er ástæðan fyrir því að ég veit ekki hvort þetta virkar í Canada.

Annars virkar þetta fínt hér og ég var að klára að horfa á báða leikina núna áðan. 

Róbert Björnsson, 13.8.2008 kl. 04:29

6 Smámynd: Róbert Björnsson

P.S. Önnur leið er að tengjast svokölluðum "proxy server" til þess að blekkja vefþjón Rúv til að halda að þú sérst stödd á íslandi.   það er ekki svo mjög flókið og hægt að finna leiðbeiningar um það á google....en stundum er tengihraðinn ekki nægjanlegur til að horfa á live stream sjónvarp í gegnum slíkt.

Mæli frekar með nbcolympics.com ef það fúnkerar í Canada.

Róbert Björnsson, 13.8.2008 kl. 04:37

7 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk kærlega fyrir upplýsingarnar Róbert. Því miður gekk ekki að nota nbcolympics.com. Ég gaf upplýsingar um kapalsjónvarp í Seattle og póstnúmer þar en fékk svo skilaboð um að eingöngu væri hægt að tengjast þessu innan USA. Þeir sjá að ég er í Kanada. Kannski ég reyni þetta með proxy serverinn í vinnunni á morgun. Of þreytt núna.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 13.8.2008 kl. 05:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband