Ástand í Vancouver

Þvílíka ástandið í borginni.

-Vatnið er enn ódrekkandi, aðra vikuna í röð.

- Í gær og í dag hefur snjóað svo mikið að fólk út um allt hefur verið að lenda í árekstrum (eitt dauðaslys í dag).

- Í nótt á hitastig að hrapa niður í níu gráðu frost (vissi ekki að að það færi svo lágt í Vancouver) svo búist er við fjölda slysa í fyrramálið þegar fólk keyrir í vinnu á sumardekkjunum sínum í hálkunni.

-Rafmagn er farið af hluta borgarinnar (þar á meðal hjá fólkinu hinum megin við götuna mína - við erum greinilega á mismunandi línum þar sem við höfum enn rafmagn hérna megin).

- Út af rafmagnsleysinu er kapallinn úti (sennilega rafmagnslaust hjá þeim) svo að það er hætta á að ég sjái ekki Desperate housewifes í kvöld. Annars virðist ég enn þá opnu stöðvunum þannig að það er hugsanlegt að þetta muni ganga. Hey, hér er ég að óttast um að missa af sjónvarpsþætti þar sem aðrir hafa hvorki hita né rafmagn! Ég ætti að skammast mín. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Vonandi fáið þið rafmagnið fljótleg. Út af vatninu, er ekki klórbraðg af því þarna??? Ég var á ferðalagi í S-dakota og vatnið þar er hrillingur, svo að ég prófaði kókið og ekki var það skárra, viss um að það er notað meiri klór þar en í sundlaugunum hér heima.

Sigrún Sæmundsdóttir, 27.11.2006 kl. 07:59

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Nei það er ekki klórbragð af vatninu hér vestra enda fáum við það úr fjöllunum eins og Íslendingar. Hins vegar man ég þegar ég flutti til Manitoba fyrir sjö árum að ég kúgaðist við það eitt að bursta tennurnar. Það var reyndar ekki klórbragð heldur eitthvað annað óbragð. En það jafnast auðvitað ekkert á íslenska vatnið.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 28.11.2006 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband