Kínverska söngkonan ekki nógu falleg

Setningarathöfn Ólympíuleikanna í Bejing var án efa mögnuð, en margt var þó öðruvísi en það virtist. Ríkissjónvarp Kanada sagði frá því í gær að litla stelpan sem söng við opnunarathöfnina hafi í raun ekki verið sú sem söng. Þ.e. söngurinn kom úr barka annarrar lítillar stelpu en sú þótti ekki nógu falleg til þess að vera andlit Kína út á við. Svo þeir fengu fallegri stelpu til að hreyfa varirnar við söng hinnar. Greyið söngstelpan. Ætli henni hafi verið sagt að hún væri of ljót til þess að syngja? Kínverjar segja að þetta hafi verið best fyrir báðar stelpurnar og að þær hafi gert þetta fyrir landið sitt.

Til vinstri er hin níu ára gamla Lin Miaoke sem kom fram í rauðum kjól á opnunarhátíðinni og þóttist syngja Ode to the Motherland. Til hægri má sjá hina sjö ára gömlu Yang Peiyi sem söng lagið í alvörunni.

Muniði Flashdance?

Við þetta má bæta að flugeldasýningin í lok opnunarathafnarinnar var bara að sumu leyti raunveruleg. Mörgum flugeldunum var bætt í útsendinguna með tölvu.

Sumar sögurnar sem við heyrum frá Kína eru annars ótrúlegar. Mér þykir vissara að hafa þær ekki eftir því ég veit ekki hverjar eru sannar og hverjar ekki. Eins er kannski vissara að hafa ekki eftir sögur sem ég heyri í gegnum vinnuna. En margt hef ég heyrt sem gerir mig orðlausa. Já, það verður margt öðruvísi í Vancouver eftir 2010. Margt betra en annað kannski ekki. Við vitum t.d. ekki hvernig við eigum að standast samanburð við þessa opnunarathöfn. Ég hef stungið upp á því að við sprengjum þakið af BC Place þar sem opnunarhátíðin mun fara fram. Það verður í fyrsta sinn sem opnunarhátíð Ólympíuleika fer fram innandyra. Væri það ekki ágætur endir. Ólympíueldurinn er kveiktur og um leið flýgur þakið af húsinu. Það stendur hvort eð er til að breyta leikvanginum þannig að hægt verð að opna þakið og hafa leiki utandyra þegar henta þykir! Gallinn er að vegna rigningabælisins Vancouver yrðum við þá að hafa alla á kanúum eða kajökum við lokaathöfnina!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Kr.

Já, mér finnst þetta varðandi söngatriðið óheiðarlegt - og sérstaklega þar sem um ólympíuleikana er að ræða. Skítt með að bæta flugeldaupptökum við útsendinguna. Svo sýndist mér hvorugt þeirra sem sátu við flygilinn spila, því handahreyfingarnar stemmdu ekki við það sem heyrðist.

Bendi annars á það sem ég skrifaði hér

Gunnar Kr., 13.8.2008 kl. 18:12

2 Smámynd: Mummi Guð

Þetta er Kína í hnotskurn, þeir vilja bara sýna það sem er gott og fallegt í Kína.

Þegar við horfum á stórfenglega Ólympíuleika þá skulum við líka muna að í landinu mannréttindi fótum troðin. Menn eru handteknir og settir í fangelsi fyrir skoðanir sínar, menn eru teknir af lífi án þess að fá sanngjörn réttarhöld og svona mættir lengi telja áfram.

Við sjáum bara það sem kínversk stjórnvöld vilja sýna okkur og eitt af því er fallega stelpan sem hreyfði varirnar og fengum að sjá hana vegna þess að einhver miðaldra embættismaður þótti hin stelpan of ljót til að almenningur mætti sjá hana, en við máttum heyra röddina hennar vegna þess að röddin er falleg.

Ég hef óbeit á svona fólki og svona stjórnvöldum.

Mummi Guð, 13.8.2008 kl. 23:08

3 identicon

This is China!!

alva (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 23:48

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Svindl og svínarí í Kína, það er spurning hvað af því sem við sjáum og heyrum þaðan sé sannleikur og hvað lygi.  En opnunarhátíðin var ótrúlega flott

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.8.2008 kl. 02:23

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Báðar ósköp indælar sýnist mér.    En það verður ekki logið upp á þessa komma.    

Svo nú er komin leið til að spara opnunarsjóið ykkar í Kanada næst.      Tölvurakettur.

Marinó Már Marinósson, 14.8.2008 kl. 15:35

6 identicon

Þetta er það eina rétta. Við Íslendingar föllum einmitt alltaf í þessa gryfju. Eurovision er gott dæmi því þangað sendum við yfirleitt mjög ófrítt fólk og árangurinn er í fullkomnu samræmi við það.

Jónas Sveins. (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband