Um raunir kvenna á fertugsaldri

Það er fátt sem fer jafnmikið í taugarnar á mér og það þegar ég sit á spjalli við giftar konur á aldrinum 30-35 ára sem segja mér að þær hreinlega verði að drífa sig í því að verða óléttar svo þær missi ekki af lestinni. Þetta er eins og þegar grannar konur segja við feitar konar að þær (grönnu konurnar) verði bara að drífa sig í megrun því þær séu orðnar of feitar. Halló, ég er 38 ára gömul, barnlaus og ekki í föstu sambandi. Má ekki sýna smá tillitssemi.

Annars veit ég hreinlega ekki hvernig hægt er að finna sér mann þegar maður er kominn hátt á fertugsaldurinn. Hér um bil allir álitlegir karlmenn sem ég hitti eru annað hvort giftir eða í föstum samböndum. Þeir sem eru á mínum aldri og ekki giftir eru a) ekki giftir af því að það er eitthvað að þeim, b) vilja ekki börn, og c) eru fráskildir, eiga fyrrverandi konu og hala af börnum og vilja ekki fleiri. Síðustu tveir kærastar mínir hafa fallið í hópa b og c og ég hef farið út með karlmönnum af hópum a, b, og c. Hópur d), álitlegir karlmenn sem eru hvort tveggja ógiftir og langar að stofna fjölskyldu eru mjög fáir og erfitt að hitta á þá. Ef maður vill almennilegan karlmann sem er enn á lausu verður maður að finna þá unga.

Mér finnst ég stundum hafa komið of seint til Kanada og farið of seint í skóla og of seint út á vinnumarkaðinn. Hvar sem ég fer eru karlmennirnir sem ég kynnist sex til tíu árum yngri en ég. Þetta á bæði við í háskólanum og nú í vinnunni. Ég hef kynnst fullt af strákum í kringum fótboltann og þeir eru allir allof ungir. Og þótt þessir strákar séu oft miklar dúllur þá er bara ekki mikil Demi Moore í mér. 

Ég held ég fari bara að sofa. Ég leysi ekki þennan vanda í kvöld. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úff...skil þig...ég er 37 ára, reyndar skilin og á þrjú börn..ég er voðalega þakklát fyrir krakkana mína, alveg rosalega ánægð með það og það að vera skilin líkaEn að finna "normal" maka á þessum aldri en eins og að leita að nál í heystakk...en að finna "normal" bara yfirleitt er eins og að finna nál í heystakk...( sorry neikvæðnina í mér ) sama á hvaða aldri maður er....ég er hætt...og það er bara best svoleiðis mæli með því bara að eignast barn með hjálp Storken í Köben  ( eða er kannski eitthvað svoleiðis klinik þarna líka  ) Svo er líka hægt að sofa hjá og eignast þannig barn, hinn aðilinn þarf ekkert að vita af því frekar en þú vilt og getur líka verið án skuldbindinga ef hann vill, svo er líka hægt að ættleiða.  Ef mann langar í barn á maður að eignast barn ef maður mögulega getur.  Þetta er mitt mat.  Ég veit um fjölmarga sem hafa farið á Storken í Köben og bara ein stór sæla og veit líka um margar konur á okkar aldri sem eiga bara sín börn "einar" þótt einhver pabbi sé til einhversstaðar...

Annars finnst mér persónulega ekkert að því að vera með yngri mönnum

alva (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 09:34

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þú ert að lenda í sama vanda og unglingsstrákar. Stelpur eiga til að leita sér að eldri mönnum og því er erfitt fyrir stráka á þeim aldri að finna sér kærustur. Þegar svo strákarnir komast á þrítugsaldrinn fer þetta að skána og á aldrinum 25-35 er svo alveg rosaleg eftirspurn eftir karlmönnum, bæði frá yngri og eldri stelpum sem gerir erfiðara fyrir jafnöldrur þeirra að finna sér maka.

Lausnarmöguleikar innibera að konur á fertugsaldri finni sér unglingsstráka, en það er ekki sérlega stabíl lausn þar sem hætt er við að erfitt geti verið að halda í hann þegar að hann kemst á hinn sérlega eftirsóknaverða aldur. Einnig gæti maður hugsað sér að hægt sé að taka karla í kategoríu b) og c) og muna eftir að "slysabörn" geri ekki boð á undan sér. Að lokum eu möguleikar á "innfluttningi" og enn eldri karlmönnum.

Héðinn Björnsson, 21.8.2008 kl. 18:09

3 identicon

Æjj...... veit ekki hvort ég á eitthvað að vera að svekkja þig enn meira en eru ekki bara örfáir dagar í 39 árin? 

kv. úr sveitinni, Elva.

Elva (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 18:19

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Elva, var þetta nú nauðsynlegt?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 21.8.2008 kl. 20:23

5 identicon

Úff hvað ég er hrædd við konur eins og Ölvu. "Sofa hjá og eignast þannig barn, hinn aðilinn þarf ekkert að vita af því frekar en þú vilt..." Er þetta í alvörunni ekki frekar siðferðislega röng sjálfhverfa?

Æsa (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 21:30

6 identicon

já ég er voða skerí úúúúúúííííííííí....

alva (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 22:26

7 identicon

sko! ég á einmitt vinkonu, sem er reyndar aðeins yngri en þú en samt komin yfir 30, og hún er í sinni dauðaleit að "sæðisgjafa" þarf ekkert samband eða neitt, bara sæði ... kræst sorry en mér bara finnst þetta ekki rétt!! En æ ég held þú fattir alveg hvað ég meina og ég nenni ekki að fara að skrifa allt sem mig langar til að segja um þetta mál hér. Mér finnst aftur á móti sæðisbanka dæmið allt í hinu fína og svo líka þegar karl og kona ákveða að eignast barn saman þó þau langi ekkert til að vera saman!

Aftur á móti þá skil ég þig vel og þá sérstaklega þar sem ég er nú heilum 9 árum yngri en þú líður tja bara eins að mér lesist!! Búin að vera í 2 langtíma samböndum og æ eftir það síðasta þá bara sé ég mig ekki fara aftur í þetta dæmi allt, kynnast nýrri fjölskyldur og allt það oh kræst .... 

enívei farin að sofa líka - iss við fáum það sem við ætlum okkur á endanum, verðum bara enn reyndari og tilbúnari í þetta þegar þar að kemur ;)

 Lifðu í lukku en ekki krukku heheh æ sorry finnst þetta bara svo fyndið (sko setningin)

Hrabba (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband