Allt í hinu rólega
30.11.2006 | 06:32
Ég hef ekki skrifað mikið undanfarið, aðallega vegna þess að það hefur ekki mikið verið um að vera. Eins og ég nefndi (held ég) varð ég fyrir meiðslum á laugardaginn og er enn býsna slæm. Bólgan hefur reyndað hjaðnað en vinstri lærvöðvi er enn mjög aumur og gefur stundum eftir þannig að ég hálfhrapa þótt ég sé bara að ganga um gólfið heima hjá mér. Og svo er verkur í hné. Útaf þessu hef ég verið heima undanfarna daga; skrifað svolítið, lesið, horft á sjónvarpið, sofið. Býsna rólegt líf. Ég þurfti reyndar að fara yfir helling af heimaverkefnum um helgina en á mánudagskvöldið kláraði ég það þannig að síðan hef ég ekki þurft að vinna eins mikið og hef getað leyft mér að einbeita mér að því að verða betri. Kláraði reyndar grein sem ég var að skrifa og vann svolítið í annarri. Þar að auki hef ég verið að brenna diska fyrir Juliönnu sem hún ætlar að gefa gestum í brúðkaupinu hennar.
Það byrjaði aftur að snjóa í dag þannig að færðin á vegum hefur ekki skánað. Hins vegar á að hlýna í nótt á morgun og jafnvel fara að rigna aftur þannig að líklega fer snjórinn bráðum. Mér finnst synd að missa af þessu. Í dag haltraði ég út með ruslið því á morgun er rusladagur, og það var æðislegt að vera úti í köldu loftinu. Vildi að ég hefði getað notið þess betur áður en við förum aftur í rigninguna.
Athugasemdir
Sæl frænka!
Hvað á það að þýða að vera að slasa sig? Annars get ég ekki orða bundist, því ég sá að þú varst að tjá þig um Beatles Love diskinn. Mér finnst hann alveg frábær, enda er hann búinn að rúlla afturábak og áfram í spilaranum hjá mér undanfarið - kall og börn að verða leið. Að sjálfsögðu má ekki gera hvað sem er við þessa tónlist, þá hlýtur George Martin að vera best til þess fallinn. Í stuttu máli: snilld, ótrúlega vel heppnað.
Bestu kveðjur frá Akureyri, Eydís - svellköld í hlákunni
Eydís Ingvarsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.