Handbolti og hokkí

Þrátt fyrir að handboltaárangur íslensku strákanna sé íþróttaviðburður dagsins (og reyndar almennt viðburður dagsins) þá verð ég að viðurkenna að handboltinn vék um stund fyrir hokkíinu.

Ég fór í morgun í kaffi með Warren, sem er verktaki fyrir mig. Fyrirtækið hans, TelAv sér um alls kyns tækniútbúnað, sérstaklega hvað varðar audio/visual tæki. Við Warren höfum fundað af og til í sumar um ýmislegt hvað varðar samhliða túlkun á fundum Ólympíuleikanna (þegar Alþjóða Ólympíunefndin hittist, Chef de mission fundina o.s.frv.). Þegar við erum búin að sinna því sem skiptir Vanoc máli tölum við oft um hokkí. Warren hefur unnið við ýmsa NHL fundi, meðal annars hið svokallaða draft (sem ég veit ekki hvernig myndi útleggjast á íslensku) og hann hefur hitt flesta úr Canucks liðinu.

Það sem olli því að handboltinn varð að víkja fyrir hokkíinu, alla vega hluta úr degi, var þegar Warren sagði mér að vinur hans ætti ársmiða og hann nennti yfirleitt ekki að fara á æfingaleikina í upphafi árs og gæfi þá oft Warren miðana. Þetta eru miðar á frábærum stað, aðeins tveim röðum fyrir aftan bekkinn hjá Canucks. Hann lofaði að bjóða mér með ef hann fengi miða í ár.

Ég sagði honum auðvitað frá því að ef ég sæti tveim röðum fyrir aftan bekkinn þá myndi ég að sjálfsögðu missa af leiknum. Ég myndi bara sitja þarna og mæna á Vigneault þjálfara. Warren hló bara og gaf leyfi!

Og nú get ég ekki beðið eftir því að hokkíverðtíðin hefjist en það verður ekki fyrr en í lok september (með æfingarleikjum - alvöru leikirnir hefjast í október).

En þangað til: Áfram handbolti, áfram Ísland!!!!!Wizard

P.S. Og þar sem mér skilst að ég megi ekki minnast á nokkurn karlmann án þess að einhver í fjölskyldunni haldi að það sé kærastinn minn þá vil ég bara taka það fram að Warren er fyrst og fremst samstarfsmaður og kunningi. Hann á konu og tvær litlar dætur (og önnur þeirra - sú sex ára - er mikill Abba aðdáandi!) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Kristín

Ég er hér í Torontó og er í sama brasi með að sjá leikina. Sýnist núna að við getum séð úrslitaleikinn á channel 3 online hja cbc. Trúi því samt ekki fyrr en það gerist.

 Láttu mig vita ef þú veist betur!

 Kveðja og takk fyrir frábær blogg

Þórhallur

Þórhallur Hjartarson (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 01:16

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Það er rétt Þórhallur. Þeir eru að sýna leikinn á cbc online. Ég skrifaði bréf í gær og hundskammaði þá. Kannski það hafi haft áhrif því um hádegi í dag var leikurinn aftur settur inn. Er að horfa núna.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 24.8.2008 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband